FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Hústrukkahaustferð – Fjallabak nyrðra.

11.08.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Haustferð Hústrukkahópsins verður farin 6-8 september n.k..

Dagskrá með fyrirvara er eftirfarandi:

Hópurinn hittist á tjaldsvæðinu á Laugalandi, Holtum, föstudagskvöldið 6. sept.

Lagt verður af stað frá Laugalandi kl. 9:00 laugardagsmorgun og ekið um Dómadal inná Fjallabak nyrðra.

Farið inná Breiðbak og svæðið milli Langasjávar og Tungnaár skoðað. Náttstaður í Botnaveri og þess freistað að aka yfir Tungnaá sunnudagsmorgun. Farið í Jökulheima, e.t.v. ekið inn að jökli. Haldið heim á leið með viðkomu í Veiðivötnum. Allir áhugasamir á bílum við hæfi velkomnir.

Hústrukkanefndin:

  • Grétar Hrafn Harðarson s: 892 1480
  • Trausti Kári Hansson s: 894 9529
  • Viggó Vilbogason s: 892 3245.

Filed Under: Tilkynningar

Skrifstofan er lokuð 8. júlí – 12. ágúst 2013

04.07.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Ágætu félagar.

Skrifstofa Ferðaklúbbsins 4×4 verður lokuð frá 8. júlí – 12 ágúst. vegna sumarleyfa.

Síminn hjá Sveinbirni formanni er 844-5000

Síminn hjá Friðriki gjaldkera er 844-5001

Síminn hjá Elínu ritara er 844-5002

Bestu kveðjur

Ragna


Filed Under: Tilkynningar

Opnun Motul á Íslandi 4. Júlí

04.07.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Sælir félagar.

Félagsmönnum er boðið á opnunar Motul smurþjónustunnar að Skemmuvegi 32 (Bleik gata) Kópavogi.
Opnunin verður í kvöld, 4. Júlí kl 18:00.

Léttar veitingar í boði.


Filed Under: Tilkynningar

Ofurdagur Orkunnar 4. Júlí

04.07.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Í dag, 4. Júlí verður ofurdagur á orkunni og verður því 12 króna afsláttur til handhafa staðgreiðslukorts Skeljungs og Orkunnar.

Filed Under: Tilkynningar

Bláfjöll, rás 46 virkur á ný

21.06.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Nýverið var farin vinnuferð á vegum Fjarskiptanefndar upp í Bláfjöll og sett upp nýtt loftnet fyrir endurvarpann þar, rás 46.

Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 þakkar Fjarskiptanefnd fyrir gott framtak og þá sérstaklega þeim Kjartani Gunnsteinssyni, Bæring Jóhanni Björgvinssyni og Árna Þór Ómarssyni fyrir að leggja á fjallið og setja upp nýja netið.

Hvetjum félagsmenn til að vera duglegir við að prófa endurvarpann, sem og aðra endurvarpa í eigu Ferðaklúbbsins 4×4.

Allar ábendingar um virkni endurvarpa má senda á fjarskiptanefnd@f4x4.is

Filed Under: Tilkynningar

Útivistar- og hlaupakvöld hjá Intersport

04.06.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Intersport heldur útivistar- og hlaupakvöld í Intersport Lindum Miðvikudaginn 5. Júní næstkomandi. Hefst það kl 20:00 og stendur til 22:00.

Hvetjum félagsmenn til að fjölmenn.

30% afsláttarslá

40%afsláttarslá

50% afsláttarslá.

Allt annað á 25% afslætti – gildir ekki fyrir golfdeild.

Komdu og gerðu frábær kaup fyrir útivistina og ræktina í sumar.

Hlökkum til að sjá ykkur

Kveðja frá Starfsfólki Intersport Lindum- Kópavogi!

http://t1.gstatic.com/images?q=tbn:ANd9GcTZTpa9C86z658pVf05t0SBw8PUhKN7fCY9lpiso1_pkuRgkNpL50ll-6NC

Filed Under: Tilkynningar

Félagsfundur Mánudaginn 3. Júní

30.05.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Síðasti félagsfundur fyrir sumarfrí verður haldinn mánudaginn 3. Júní næstkomandi. Hefst hann stundvíslega kl 20:00

Fundurinn verður haldinn í félagsheimili Ferðaklúbbsins 4×4 að Eirhöfða 11, skemma 3.

Dagskrá fundarins:

  • Innanfélagsmál
  • Félagstarf komandi sumars.
  • Sumarhátíð
  • Önnur mál

Kaffihlé verður um 21:00

Vonumst til að sjá sem flesta!

Filed Under: Tilkynningar

Fundur stjórnar og nefnda Fimmtudaginn 23. Maí

20.05.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 boðar til fundar með nefndum n.k. fimmtudag 23. maí kl. 20:00 í húsnæði Klúbbsins á Eirhöfða.

Mikilvægt er að sem flestir úr nefndunum mæti. Farið verður yfir starfið sem framundan er í sumar ásamt því sem skipunarbréf verða afhent.

 

Filed Under: Tilkynningar

Nýafstaðinn aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4

20.05.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

 

Á nýafstaðnum aðalfundi Ferðaklúbbsins 4×4 var kosið til stjórnar og nefnda ásamt öðrum málum. Fundargerð verður birt á vefnum undir Innanfélagsmál um leið og hún er klár. Listi yfir nefndir birtur með fyrirvara um villur.

Stjórn skipa eftirfarandi
  • Sveinbjörn Halldórsson – Formaður
  • Friðrik Halldórsson – Gjaldkeri
  • Elín Björg Ragnarsdóttir – Ritari
  • Árni Bergsson
  • Samúel Þór Guðjónsson

Varamenn eru:

  • Gunnar Ingi Arnarsson
  • Bæring Björgvinsson

Fjarskiptanefnd skipa

  • Snorri Ingimarsson – Formaður
  • Hlynur Snæland
  • Jóhannes Jónsson
  • Kjartan Gunnsteinsson
  • Sigmundur Sæmundsson

Hjálparsveit skipa

  • Stefán Baldvinsson – Formaður
  • Pétur Friðrik Þórðarsson – Ritari/Varaformadur
  • Hjörtur Sævar Steinason
  • Gunnar Hróðmundsson
  • Baldur Harðarson

Litlunefnd skipa

  • Gnýr Guðmundsson – Formaður
  • Pétur Hans Pétursson – Ritari
  • Sigurður Pálmason
  • Baldur Steingrímsson
  • Þórarinn Guðjónsson

Skálanefnd skipa

  • Rúnar Sigurjónsson – Formaður
  • Logi Már Einarsson – Ritari
  • Jón Emil Þorsteinsson – Gjaldkeri
  • Ómar Wieth
  • Guðmundur Geir Sigurðsson
  • Styrmir Frostason

Tækninefnd skipa

  • Benedikt Magnússon – Formaður
  • Atli Karl Ingimarsson
  • Rúnar Sigurjónsson
  • Valur Sveinbjörnsson
  • Örn Ingvi Jónsson

Umhverfisnefnd skipa

  • Hjörtur Sævar Steinason R – 1790 Formaður
  • Anna Brynhildur Steindórsdóttir R – 3486 Ritari
  • Bergur Pállsson R – 3080
  • Jón Guðmundsson R – 4583
  • Jón Snæland R – 2096
  • Þórarinn Garðarsson R-312

Vefnefnd skipa

  • Hafliði Sigtryggur Magnússon
  • Sigurður Bjartmar Sigurjónsson

Filed Under: Tilkynningar

Sérkjör fyrir félaga 4×4 hjá Skeljungi

20.02.2013 by Samúel Þór Guðjónsson

Sérkjör fyrir félaga 4x4

Afsláttur af eldsneyti
  • 12 kr. af lítranum „4×4 Ofurdagur“ 4 sinnum á ári
  • 10 kr. af lítranum í upphafsafslátt (fyrstu 2 skiptin)
  • 9 kr. af lítranum hjá Shell
  • 8 kr. af lítranum hjá Orkunni
  • 10 kr. af lítranum á afmælisdaginn

+2 kr.   — Vertu með 10 kr. afslátt á Þinni stöð.  Sjá nánar á www.orkan.is/thin-stod

Filed Under: Tilkynningar

  • « Previous Page
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • Next Page »

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.