Aukaaðalfundur verður haldinn í kvöld kl. 20:00 upp á Eyrhöfða 11 í félagsheimili klúbbsins. Fundarefni er. Fasteignakaup klúbbsins.
Stjórn
Opið hús í Síðumúla 31
Opið hús verður í Síðumúla 31 frá kl. 20:00 – 20:30 fimmtudaginn 3. júlí 2014, fyrir þá sem haf áhuga á að skoða húsnæðið sem klúbburinn er að reyna að festa kaup á.
Lokahóf nefnda og opið hús
Lokahóf og uppskeruhátíð nefnda verður föstudagskvöldið 9. maí næstkomandi.
Öllum nefndarmönnum er boðið að koma og verður boðið upp á veitingar eins og venjulega.
Dagskráin verður eftirfarandi:
Fundur verður kl. 18:30 og verður hann eins stuttur og hægt er. Hver nefnd fær 10 mín. Framsögu og þarf þar að koma fram starf síðasta árs, framtíðarsýn og skipun næsta árs.
Eftir fund verður boðið upp á grillaða Búlluborgarar og drykk.
Kl. 20:30 verður síðan opið hús með tilheyrandi í boði skemmtinefndar.
Kannski verður hluti Stjórnarinnar með uppákomu, en því miður næst ekki öll hljómsveitin saman þar sem einstaklingar inn hljómsveitarinnar hafa verið uppteknir í sólóferli erlendis. En Tveir þeirra eru og hafa reynt að sigra Ameríkuna en Logi Ragnars fór í Evrópu tour. Engar sérstakar upplýsingar liggja fyrir um sigra í ferðunum.
En allt kemur þetta í ljós. Allavega takið með ykkur góða skapið og gerum þetta kvöld eftirminnilegt og fögnum góðu starfsári eins og okkur er einum lagið….
Stjórn og Skemmtinefn
Afmæli Ferðaklúbbsins 4×4
Í tilefni 31 árs afmælis Ferðaklúbbsins 4×4 býður klúbburinn félagsmönnum að koma upp á Höfða á föstudagskvöldinu frá kl. 19:00 – 24:00. Boðið verður upp á Búlluborgara meðan þeir endast og gos frá Vífilfelli. Þeir sem vilja eitthvað sterkara geta nýtt sér það að um leið og afmælisveislan verður mun skemmtinefndin verða með bjórkvöld með hefðbundnu sniði.
Hvet alla sem þátt tóku í stórferðinni að kíkja við og fara yfir ferðina og segja öðrum frægðasögur af sér og bíl sínum í ferðinni. Hver dreyf best, hver fékk besta dráttinn og oftast, hverjir voru óheppnastir og hverjir voru skemmtilegastir. Það er af nógu að taka eftir frábæra ferð nú er að setja saman góðar ferðasögur og muna að það er hægt að eyðileggja góða sögu með sannleikanum…
Kveðja
Stjórn og Skemmtinefnd.
Upphitun fyrir stórferðina
Bílabúð Benna verður með opið til kl. 20:00 á fimmtudag í tengslum við fyrirhugaða Stórferð F4x4 sem farin verður í næstu viku. Allir félagsmenn velkomnir, bæði þeir sem eru á leið í Stórferðina og eins hinir sem taka pásu þetta árið. Ýmsar vörur verða á tilboðsverði og því um að gera að drífa sig upp á Höfða og gera góð kaup. Bílabúð Benna býður upp á létt snarl í tilefni dagsins sem verður á borðum eftir klukkan 18:00.
Rétt er að geta þess að límmiðar á þá bíla sem fara í Stórferðina verða afhentir á staðnum en þeir eru kostaðir af helstu stuðningsaðilum klúbbsins þ.e. Bílabúð Benna og Skeljungi.
Eftir heimsóknina förum við niður á Eirhöfða þar sem farið verður betur yfir ýmsa þætti viðkomandi ferðalaginu auk þess sem fulltrúar Garmin búðarinnar verða á staðnum og fara yfir umsýslu með gögn í hinu ýmis tæki og hvernig stillimöguleikar eru í tækjunum. Einnig gefst félagsmönnum tækifæri til að spyrja starfsmenn Garmin búðarinnar um aðra þætti s.s. innsetningu ferla í tækin og fleira viðlíka.
Hið heimsfræga BÍLABINGÓ í Setrinu
Helgina 21. – 23. febrúar næstkomandi ætla skemmti- og skálanefnd Ferðaklúbbsins 4×4 að standa fyrir (bingó) ferð í Setrið, skála félagsins. Ferðin er hugsuð fyrir félagsmenn þ.e. lágmarkið er að hver og einn bílstjóri sé félagsmaður og æskilegt, en ekki skilyrði, að sá sem með honum ferðast sé einnig meðlimur í F4x4. Reiknum með að selja að hámarki 50 „miða“ svo vel fari um alla gesti á meðan á sameiginlega borðhaldinu stendur. Skráning hefst á vef félagsins old.f4x4.is miðvikudagskvöldið 5.
febrúar kl. 21:00. Hver skrásetjari getur aðeins skráð tvo. Verðið er kr. 5.500 á mann og skal greiðsla hafa borist í síðasta lagi 14.
febrúar inn á reikning 0516-26-204444, kennitala: 701089-1549, tilvísun Bingóferðin. Sendið staðfestingu á f4x4@f4x4.is merkt Bingó og upplýsingar fyrir hverja er verið að greiða. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma í síma 568-4444 ef viðkomandi vill greiða með kreditkorti. Sjá upplýsingar um opnunartíma skrifstofunnar á vef
félagsins. Ef ekki er búið að ganga frá greiðslu fyrir tilskilinn tíma fellur viðkomandi út af listanum. Innifalið er gisting í tvær nætur ásamt lúxusmáltíð á laugardagskvöldinu og er verðið það sama hvort sem gist er eina nótt eða tvær.
Dagskráin er enn í mótun en við lofum góðri skemmtun og stemmingu sem enginn ætti að vera svikinn af.
Skálanefnd/Skemmtinefnd F4x4.
Kynningarkvöld hjá Artic Trucks vegna Nýliðaferðarinnar
Kynnigarkvöld vegna nýliðaferðarinnar verður haldið hjá Artick Trucks á Kletthálsinum kl. 20:00 í kvöld Þriðjudaginn 14. janúar. Allir að mæta sem skráðir eru í ferðina.
Fyrsti félagsfundur 13. janúar 2014 fundarefni:
Fyrsti félagsfundur ársins 2014 verður haldinn á Hótel Natura (Hótel Loftleiðir) mánudaginn 13. janúar 2014 kl. 20:00.
Fundarefni verður:
Innanfélagsmál: Stutt yfirlit frá stjórn. Ungliðanefndin kynnir fyrir okkur hugmyndir að ferðum og ýmsu sem á döfinu verður hjá þeim. Nýliðaferðin sem farinn verður 17. – 19. janúar. Litlanefndin kynnir ferð sem farinn verður 18. janúar. Skemmtinefndin kynnir fyrirtækjaheimsókn sem farinn verður 17. janúar 2014. Birkir í Fastir og félagar kynnir Þorrablótsferðina sem farinn verður 31. janúar – 2. febrúar 2014.
Gréta Guðjónsdóttir kynnir ljósmyndun og þá tækni sem notuð er við myndatöku.
Hjalti Magnússon kynnir myndbandið af ferð hans og Snorra Ingimarssonar á Jeppamótið sem hét “Croisiere Blanche” sem haldið var í “Orcières-Merlette” sem er í frönsku Ölpunum nálægt Grenoble árið 1993.
Kaffi
Stórferð Ferðaklúbbsins verður kynnt og mun skráning hefjast á fundinum.
Dagskrá Árshátíð, smellið á myndina.
Nýskipuð Skemmtinefnd Ferðaklúbbsins 4×4
Skemmtinefnd klúbbsins, sem skipuð var af síðustu stjórn félagsins (og sammþykkt af nýrri stjórn eftir mikin þrýsting fyrri stjórnar), hefur komið saman tvisvar sinnum og farið yfir stöðu mála.
Á fyrsta fundi nefndarinnar sem haldinn var í Ölveri í Glæsibæ var skipað í nefndina. Formaður var valinn Einar Sólonson, aðrir fengu engin störf að svo stöddu þar, sem formaðurinn var fjarverandi. Annað var ekki ákveðið að sinni.
Annar fundur nefndarinnar var haldinn miðvikudagskvöldið 1. maí 2011. Þar mætti formaðurinn færandi hendi með veigar sem dugðu vel í mannskapinn. Var nú skiða ístörf fyrir nefndina.
Eins og áður var getið var Einar sjálfskipaður formaður. Ágúst Birgisson var gerður að ritar (mjög hefðbundið jobb fyrir Gústa þar sem hann er blýantsnagari af guðs náð), Logi Ragnars var gerður siðgæðisverði (þarf þegar farið verður að skoða hljómsveitir) , Guðmundur Sigurðsson var gerður að skjalaverði (þarf að geyma fullt af pappírum frá Gústa), Kristján Gunnarsson var gerður að Butleri (grillar ofaní nefndina þegar fundir eru) og Sveinbjörn var gerður að birgðarverði (þarf að passa upp á að nægar birgðir séu þegar fundir eru haldnir).
Þessi annar fundur skemmtinefndar var mjög strembinn og var mikið rætt og skoðað það helsta var að fyrsta bjórkvöld var ákveðið föstudagskvöldi eftir fyrsta fund félagsins í september. Árshátíðn verður á sínum stað á réttum tíma á góðum stað. Hljómsveitina á eftir að finna og mun skemmtinefndin fórnasér í að fara niðurí bæ einhvert kvöldið og þræða skemmtistaðina í leit að góðri hljómsveit. Þetta starf getur tekið smá tíma en upplýsingar verða settar inn þegar þar að kemur.
Fundurinn sem hófst kl 19:00 var slitið kl 1:30 við mikin fögnuð fundarmanna.