Við minnum á myndakvöld úr ferð Litlunefndar á Langjökul 21. nóvember sem verður í opnu húsi hjá Ferðaklúbbnum 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3 í dag fimmtudaginn 26. nóvember kl 20:30. Þessi ferð var frábær og fjölbreytnin mikil. Það ættu því líklega að koma í kvöld nokkrar góðar myndir.
- Nokkur myndasöfn úr ferðinni sýnd
- Umræða um jeppamennsku
Eftir myndasýningu verður létt umræða um jeppaferðir og upplagt fyrir nýliða að taka þátt í henni með spurningum og samræðum.

33 bílar fóru frá Select við Vesturlandsveg laugardaginn 21. nóvember kl. 8:30. og héldu
Litlanefnd minnir á að í kvöld fimmtudaginn 19. nóvember kl. 20:30 verður kynningarfundur vegna ferðar Litlunefndar 21. nóvember. Fundurinn er í félagshúsnæði Ferðafélagsins 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3. Á fundinum er farið yfir ferðaplan, grunnbúnað í jeppaferðum og fleira sem tengist ferðinni. Fararstjórar sem komast verða á staðnum og verða kynntir.
Litlanefnd fór frá Select við Vesturlandsveg með um 40 bíla laugardaginn 31. október. Fyrst var stoppað á Skeljungsstöðinni á Hvolsvelli og talstöðvum dreift. Síðan farið inn Fljótshlíð, inn Emstruleið og inn að Markarfljótsgljúfrum.
Litlanefnd minnir á að fimmtudaginn 29. október kl. 20:30 verður kynningarfundur vegna ferðar í Hungurfit 31. október. Fundurinn er í félagshúsnæði Ferðafélagsins 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3. Á fundinum er farið yfir ferðaplan, grunnbúnað í jeppaferðum og fleira sem tengist ferðinni. Fararstjórar sem komast verða á staðnum og þeir kynntir. 
Þann 21. febrúar 2009 var farið af stað frá Select við Vesturlandsveg og haldið til Þingvalla þar sem hópurinn var þéttur. Farin var Uxahryggjaleið og Kaldidalur og þaðan átti að fara upp að skálanum Jaka, við rætur Langjökuls, en stefnt var að fara á hábungu jökulsins. Kaldidalur var það erfiður að snúið var frá og til baka. Veðurspáin var einnig ekki upp á það besta, en spáð hafði verið miklum vindi og rigningu seinnipartinn.
Hópurinn hittist á Select við Vesturlandsveg laugardaginn 19. september
Litlanefndin fór í góða ferð frá Þingvöllum, eftir línuveginum norðan Skjaldbreiðar yfir á Kjalveg. Þaðan var haldið að Hagavatni en síðan yfir Farið á vaði, niður Haukadalsheiði og endað við Geysi.
Litlanefnd stefndi á Mýrdalsjökul í aprílferð 2009. Vegna veðurs á jöklinum, var áætlun breytt og haldið í bjartara veður að fjallabaki. Farið var upp hjá Keldum og fóru fyrstu hópar alveg í Dalakofann undir Laufafelli, en aðrir styttra. Flestir komust að Hungurfitsleið.