FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Vatnajökulsþjóðgarður hundsar allar athugasemdir – loka skal öllum leiðum

14.09.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Samkvæmt bréf frá Vatnajökulsþjóðgarði sem sent var til þeirra sem gerðu athugasemdir um drög að reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarðs kemur í ljós að ekki er tekið tillit til athugasemda Ferðaklúbbsins 4×4 í neinum efnum. Aðeins er breitt orðalagi varðandi Heinabergsdal, en lagt er til að allar lokanir standi eins og var í drögunum.

Með tilvísun í Árórasamninginnsegir í bréfinu frá Vatnajökulsþjóðgarði „hafa útivistarsamtök góða aðstöðu til að fylgjast með mótun áætlana og hafa áhrif á innihald þeirra“ og einnig „Einnig er að finna í gögnum svæðisráða ítarlegar upplýsingar um þá fjölmörgu fundi sem haldnir hafa verið“.

Filed Under: Ferðafrelsisnefnd

Sumarhátíð F4x4 verður 17. júlí á Þórisstöðum í Svínadal

08.07.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin með pomp og pragt á Þórisstöðum í Svínadal 17. júlí. Farið er yfir Dragann frá Hvalfirði í áttina að Skorradal til að komast á Þórisstaði í Svínadal eða til hægri áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrú (að sunnan). Hátíðin sjálf verður 17. júlí, en tjaldstæði er frátekið á ákveðnum stað fyrir félagsmenn Ferðaklúbbsins frá 16. júlí til 18. júlí.

Tjaldstæðin eru ókeypis fyrir félagsmenn frá föstudegi til sunnudags, en greiða þarf kr. 400 á sólarhring fyrir rafmagn. Hægt er að fá gistingu í svefnpokaplássi (kr. 3000 fyrir manninn í tveggja manna herbergi, kr. 4000 fyrir einn í herbergi).

Hægt er að spila golf (10 eða fleiri saman fá afslátt) og veiða í vatninu gegn gjaldi (frítt fyrir aðila með Veiðikortið). Margar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu. Seinagengið (Hjörtur og félagar) hefur umsjón með framkvæmd á dagskrá. Heimasíða Þórisstaða með nánari upplýsingum og vegakorti er á vefsíðunni http://thorisstadir.is/)

Dagskrá laugardaginn 17. júlí
Kl. 10:00 – Hátíðin sett
Kl. 11:00 – Bíltúr í nágrenninu (óvissuferð)
Kl. 15:00 – Leikir og fjör fyrir alla fjöldskylduna
Kl. 18:00 – Kveikt í grillinu (gert ráð fyrir að gestir komi með á grillið)
Kl. 18:30 – Sameiginlegt borðhald
Kl. 22:00 – Hljómsveitin Króm með létt barna- og unglingaball í samkomuhúsinu
Kl. 23:30 – Hljómsveitin Króm með dansleik fyrir fullorðna í samkomuhúsinu

Filed Under: Stjórn

Yfir 5000 manns sendu umhverfisráðherra póstkort

25.06.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Það hafa yfir 5000 manns sent póstkort og skrifað sig á mótmælalista vegna lokana á mörgum fallegum ferðaleiðum í drögum að verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Við þökkum þessum mikla fjölda aðila sem hefur skráð sig og sent mótmælapóstkort til umhverfisráðherra og Vatnajökulsþjóðgarðs.

Filed Under: Ferðafrelsisnefnd

Sendið umhverfisráðherra mótmælapóstkort gegn lokunum á ferðaleiðum

21.06.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð. Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.

Til að undirstrika persónulega þessi mótmæli er hægt að fara inn á old.f4x4.is/motmaeli og senda umhverfisráðherra og stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs persónulegt mótmælapóstkort.

Filed Under: Ferðafrelsisnefnd

Verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð – 13 leiðir sem gerðar eru athugasemdir við

17.06.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð er opin fyrir athugasemdum til 24. júní n.k. Í henni er gert ráð fyrir lokun á fjölmörgum leiðum í Vonarskarði og norðan Veiðivatna og Þórisvatns. Ef þú villt mótmæla þessu, fylgstu þá með næstu daga hér á vefnum.
Það er verið að undirbúa MÓTMÆLAPÓSTKORT OG MÓTMÆLASKRÁNINGU sem mun birtast hér á vefnum seinna í vikunni. 

Filed Under: Ferðafrelsisnefnd

Ferðafrelsi F4x4 – okkur vantar ferðasögur og myndir

26.05.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Ferðafrelsisnefnd hefur ákveðið að stefna að útgáfu á aukablaði/blöðum með dagblaði þar sem fjallað væri um lokanir á leiðum í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Við hvetjum félagsmenn í F4x4 til að lesa verndarskýrsluna (smella hér) og gera formlegar athugasemdir um lokanir, umgengisrétt, tjöldun eða annað sem betur má fara. Það þarf að skila inn athugasemdum um verndaráætlunina fyrir 24. júní og ef ykkur vantar aðstoð, vinsamlega sendið póst á ferdafrelsi@f4x4.is eða hafið samband við nefndaraðila í Ferðafrelsisnefnd.

Filed Under: Ferðafrelsisnefnd

Frábær GPS ratleikur 27. mars 2010

27.03.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Enn einu sinni hefur Litlanefnd komið með nýjan flöt á þálfun fyrir nýliða, en laugardaginn 27. mars stóð nefndin fyrir GPS ratleik sem ætlað var að upplýsa jeppafólk um notkun þessa ómissandi tækis í ferðum á hálendinu. Það voru 6 hópar sem lögðu af stað frá Skeljungi við Vesturlandsveg þennan bjarta laugardagsmorgun og hver hópur fékk sína fyrstu GPS punkta, en enginn  hópur var með alveg sömu leið.  

Myndasafn 1 – Guðmundur G. Kristinsson

Filed Under: Litlanefnd

Myndakvöld í kvöld úr ferð Litlunefndar í Kerlingafjöll

25.02.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Við minnum á myndakvöld úr ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll 20. febrúar sem verður í dag fimmtudaginn 25. febrúar kl 20:30. Myndakvöldið verður í opnu húsi hjá Ferðaklúbbnum 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3.

  • Nokkur myndasöfn úr ferðinni sýnd
  • Hefðbundin umræða um jeppamennsku

Eftir myndasýningu verður létt umræða um jeppaferðir og upplagt fyrir nýliða að taka þátt í henni með spurningum og samræðum.

Filed Under: Litlanefnd

Ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll 20. febrúar 2010

21.02.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Það var mikið í gangi á bensínstöð Skeljungs við Vestulandsveg þegar rúmlega 50 bílar í ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll voru að gera sig klára laugardagsmorguninn 20. febrúar. Þessi ferð markaði tímamót fyrir það að vera fyrsta ferð Litlunefndar þar sem þátttakendum var skipt upp í tvo hópa með sitt hvora ferðalýsinguna. Minni bílarnir í hópnum sem voru um þrjátíu talsins stefndu á að fara Kjöl og upp í Kerlingarfjöll, en stærri bílarnir um Leppistunguleið um Hrunamannaafrétt og upp í Kerlingarfjöll.


Myndasafn 1 – Guðmundur G. Kristinsson
Myndasafn 2 – Hafþór Ægir Þórsson
Myndasafn 3 – Pétur Friðrik Þórðarson
Myndasafn 4 – Þór Ingi Árdal
Myndasafn 5 – Hans Ragnar

Myndasafn 6 – Kristján Kristjánsson
Myndasafn 7 – Hans Þór
Myndasafn 8 – Einar Magnússon
Myndasafn 9 – Kristinn Helgi Sveinsson

 

Filed Under: Litlanefnd

Kynningarfundur vegna ferðar Litlunefndar 20. febrúar er í kvöld kl. 20:30

18.02.2010 by Guðmundur G. Kristinsson

Litlanefnd minnir á að í kvöld fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20:30 verður kynningarfundur vegna ferðar Litlunefndar 20. febrúar í Kerlingarfjöll. Fundurinn er í félagshúsnæði Ferðafélagsins 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3. Á fundinum er farið yfir ferðaplan, grunnbúnað í jeppaferðum, akstur jeppa á hálendinu og fleira sem tengist ferðinni.

Búið er að skipta þátttakendum í tvo hópa og bílar með 38” og stærri dekk munu fara Leppistunguleið upp í Kerlingarfjöll, en almennir þátttakendur Kjalveg. Nánar verður farið í þessa ferðatilhögun á fundinum. Fararstjórar sem komast á fundinn, verða kynntir.

Filed Under: Litlanefnd

  • « Previous Page
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • Next Page »

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.