Samkvæmt bréf frá Vatnajökulsþjóðgarði sem sent var til þeirra sem gerðu athugasemdir um drög að reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarðs kemur í ljós að ekki er tekið tillit til athugasemda Ferðaklúbbsins 4×4 í neinum efnum. Aðeins er breitt orðalagi varðandi Heinabergsdal, en lagt er til að allar lokanir standi eins og var í drögunum.
Með tilvísun í Árórasamninginnsegir í bréfinu frá Vatnajökulsþjóðgarði „hafa útivistarsamtök góða aðstöðu til að fylgjast með mótun áætlana og hafa áhrif á innihald þeirra“ og einnig „Einnig er að finna í gögnum svæðisráða ítarlegar upplýsingar um þá fjölmörgu fundi sem haldnir hafa verið“.

Sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin með pomp og pragt á Þórisstöðum í Svínadal 17. júlí. Farið er yfir Dragann frá Hvalfirði í áttina að Skorradal til að komast á Þórisstaði í Svínadal eða til hægri áður en farið er yfir Borgarfjarðarbrú (að sunnan). Hátíðin sjálf verður 17. júlí, en tjaldstæði er frátekið á ákveðnum stað fyrir félagsmenn Ferðaklúbbsins frá 16. júlí til 18. júlí. 
Nú er komið að því að senda yfirvöldum alvöru skilaboð. Við mótmælum lokunum á Vonarskarði, Heinabergsdal, Vikrafellsleið og leiðum í Jökulheimum og á Tungnaáröræfum sem eru í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð.
Verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð er opin fyrir athugasemdum til 24. júní n.k. Í henni er gert ráð fyrir lokun á fjölmörgum leiðum í Vonarskarði og norðan Veiðivatna og Þórisvatns. Ef þú villt mótmæla þessu, fylgstu þá með næstu daga hér á vefnum.
Ferðafrelsisnefnd hefur ákveðið að stefna að útgáfu á aukablaði/blöðum með dagblaði þar sem fjallað væri um lokanir á leiðum í verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð. Við hvetjum félagsmenn í F4x4 til að lesa verndarskýrsluna (
Enn einu sinni hefur Litlanefnd komið með nýjan flöt á þálfun fyrir nýliða, en laugardaginn 27. mars stóð nefndin fyrir GPS ratleik sem ætlað var að upplýsa jeppafólk um notkun þessa ómissandi tækis í ferðum á hálendinu.
Við minnum á myndakvöld úr ferð Litlunefndar í Kerlingarfjöll 20. febrúar sem verður í dag fimmtudaginn 25. febrúar kl 20:30. Myndakvöldið verður í opnu húsi hjá Ferðaklúbbnum 4×4 að Eirhöfða 11, Skemmu 3.

Litlanefnd minnir á að í