Sveinbjörn sagði frá starfi stjórnar undanfarið sem hefur aðalega farið í miklar fundarsetur þ.e. fundir í heila viku og svo var endað á Landsfundinum. Það voru mikil afföll af fundarsetunni þar en það höfðu um 75 manns boðað þátttöku sína en þegar upp stóð mættu rúmlega 30 manns að stjórninni meðtaldri. Einnig hafa verið haldnir aðgerðarfundir þar sem farið hefur verið yfir þróunina á slóðamálum en það hefur komið fram að tillögur frá Ásahrepp hljóma upp á stórfelldar lokanir á slóðum sem m.a. liggja að þekktum og vinsælum náttúruperlum og er það ekki viðundandi, hreint og beint aðför að ferðafrelsi almennings.
Félagsfundur mánudaginn 5. október kl. 20:00
Innanfélagsmál.
Kynning frá Skeljungi – varðar ýmislegt sem framundan er í þeirra starfsemi.
Ofurjeppar – Bjarni „blikk“ Einarsson.
Kaffi.
Tæknihornið – Benedikt Magnússon formaður Tækninefndar F4x4.
Kynning á svæðinu í kringum Strút – Jón Viðar Guðmundsson (Nóni).
Gengjakynning – Birgir Gíslason í Einagenginu.
Stórfelldar lokanir á slóðum í Ásahreppi fyrirhugaðar
Jón Snæland ætlar í kvöld fimmtudaginn 17. september 2009 á opnu húsi kl. 20:00 að ræða um fyrirhugaðar stórfelldar lokanir á slóðum í Ásahreppi s.s. lokanir á Jökulheimasvæðinu og Veiðivatnasvæðinu sem og fleiri stöðum. Eru þessar lokanir gerðar án nokkurs samráðs við aðra hagsmunaaðila s.s. F4x4 og Samút.
Félagsmenn eru hvattir til að koma og kynna sér málin.
Landsbyggðafundur Smyrlabjörg 2009
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 stóð fyrir landsbyggðafundi 11. september 2009 að Smyrlabjörgum í Suðursveit. Var fundurinn opinn öllum félagsmönnum en boðaðir voru sérstaklega Austurlandsdeildin, Hornafjarðardeildin og Suðurlandsdeildin. Var það ánægjulegt að sjá hvað margir Hornfirðingar mættu eða um 20 manns en að sama skapi dapurt að hinar deildirnar skildu ekki hafa séð sér fært að koma en mikill áhugi var meðal stjórnarmanna F4x4 að hitta á félagsmenn allra þessara deilda.
Fréttir af félagsfundi 7. september 2009
Fyrsti félagsfundur vetrarins
Formaður sagði frá starfi stjórnar í sumar. Einnig kynnti hann hugmynd að beinagrind fyrir félagsfundina sem myndi fela í sér m.a. eftirfarandi liði: Innanfélagsmál, tæknihorn, fræðsluerindi, car makeover þ.e. öðruvísi bílabreytingar, kynning á leiðum, myndasýning, kynning á gengjum og ferðafélögum. Einnig var óskað eftir hugmyndum frá félagsmönnum að dagskrárliðum. Farið var yfir starfið fram undan en það verður opinn félagsfundur á Smyrlabjörgum 11. september þar sem stjórnin mun hitta deildirnar fyrir austan en allir félagsmenn eru hvattir til að mæta. Landsfundur 2.-4. okt., auka aðalfundurinn og árshátíðin 7. nóv., nýliðaferðir í ár verður í umsjá Sóðagengisins en ekki liggur fyrir hvenær hún verður farin. Siðan er dagskrá á vegum skemmtinefndar. Fram kom að Benedikt Magnússon, Skúli H. Skúlason og Óskar Erlingsson hafa tekið að sér að halda upp á aldamótarferðina sem verður auglýst síðar. Svo eru hugmyndir um „hitting“ í umsjón ungliðanna og jeppadag fjölskyldunnar einhvern tíman eftir áramót.
Félagsfundur mánudaginn 7. september kl. 20:00
Næsti félagsfundur verður haldinn mánudaginn 7. september kl. 20:00 á sama stað og venjulega þ.e. í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 (kjallaranum) og eru gamlir sem og nýir félagsmenn hvattir til að mæta.
Dagskráin
Innanfélagsmál
Fræðsluerindi um „Vöð í vötnum“ – GÓP
N1
Kaffi og myndasýning
Kynning á leiðum, Hekluleið o.fl. Kristján Kristjánsson og Sigurlaugur Þorsteinsson.
Bílakynning „Car Makeover“ Steini á löngu Lödunni
Áhugaverðar greinar
Veifum hvítum fána árum saman
Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu. Hefur verið einn rauður þráður í pistlunum (þ.e. samstarf og samskipti Umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar við útivistarhópa). Þar hefur t.d. því verið haldið fram, að útivistarfólk sé í miklu og góðu samstarfi við yfirvöld í gegnum fundi og ýmsa starfshópa. Því miður er hið gagnstæða raunin. Ráðherra eftir ráðherra umhverfismála hafa haldið þessu fram af þekkingarleysi á eigin málaflokk sem er í sjálfum sér ekkert sérkennilegt í ljósi þess að ráðherrar eru rétt búnir að verma stólinn þegar þeim er skipt út fyrir nýjan. Umhverfisráðherrar hafa því um það bil staðið undir væntingum þegar þeir eru á útleið.
Fréttaauki af landgræðsluferðinni
Landgræðsluferð Umhverfisnefndar f4x4 var farinn í Þjórsárdalinn nú um helgina 19.-22. júni 2009.
Ferðin gekk í allastaði vel. Tæplega 60 manns voru á svæðinu þegar flest var, stórhuga fólk sem lagði metnað sinn í að græða Núpskóg og Þórðarholt.
Flestir voru komnir um kvöldmatarleitið á föstudeginum og komu sér upp gistiaðstöðu í boði Hekluskóga á tjaldstæðinu við Sandártungu.
Sjá nánar fyrir neðan…
Landgræðsluferð f4x4 í Þjórsárdal 19.-21. júní.
Nú er hin sívinsæla landgræðsluferð f4x4 að bresta á um helgina. Farið verður í Þjórsárdalinn og gist á tjaldsvæðinu Sandártungur sjá nánar á spjallþræðinum „Skráning í Landgærðsluferð“ https://old.f4x4.is/index.php?p=106215&jfile=viewtopic.php&option=com_jfusion&Itemid=228#p106215
Tæplega 60 manns með börnum eru búnir að skrá sig og tryggja sér verðlaunamat á laugardagskvöldið eftir vel unnin landgræðslustörf. Guðjón sem börnin kalla afa sem og Hreinn o.fl. frá skóræktinni verða á svæðinu og sýna börnunum réttu handtökin við landgræðslu og eitthvað hrikalega skemmtilegt.
Þeir sem ekki hafa skráð sig nú þegar, félagsmenn sem og gestir og gangandi eru að sjálfsögðu velkomnir á svæðið en þurfa þá sjálfir að sjá sér fyrir matarföngum.
Vinsamlegast leytið uppi meðlimi Umhverfisnefndar þegar komið er á svæðið.
Kv. Umhverfisnefnd f4x4
Heyrst hefur að…
mikið hafi verið í gangi innan Ferðaklúbbsins 4×4. Hlutir sem ekki er hægt að þegja yfir og kemur það því hér fram vegna tæknilegrar vanhæfni sem viðhengi… óritskoðað og í sumum tilfellum stílfært.