Dagskrá félagsfundarins, sem haldinn verður í Mörkinni 6 mánudagskvöldið 3. maí, verður sem hér segir.
- Innanfélagsmál.
- Slóðamál í víðu samhengi. Ómar Ragnarsson kynnir.
- Kaffi.
- Safetravel.is Sæunn Ó. Kjartansdóttir frá Slysavarnarsviði Landsbjargar kynnir.
- Önnur mál.
Fundurinn hefst að venju kl. 20:00.
Stjórn F4x4

Elmar Sigurgeirsson formaður Eyjafjarðardeildarinnar stýrði fundinum en mættir voru 50 félagsmenn sem komu frá Eyjafjarðardeild, Skagafjarðardeild, Húsavíkurdeild og Austurlandsdeild
Sælir félagar
Samanber auglýsingu frá 14. febrúar síðastliðinn boðar stjórn F4x4 til opins félagsfundar á Akureyri föstudagskvöldið 5. mars kl 20:00 á Hótel KEA.