Nú fer að nálgast sá tími sem ný vefsíða klúbbsins tekur við. Vegna þeirrar ástæðu að ekki er hægt að yfirfæra lykilorð félagsmanna á nýju síðuna verða menn að vera vissir um að vef-fang hvers og eins sé rétt. Notendanafnið flyst yfir á nýju síðuna.
Ástæðan fyrir þessu er að ný lykilorð verða send á þau vefföng félagsmanna sem eru í kerfinu.
Þeir sem eru ekki með rétt skráð vefföng geta ekki skráð sig inn á nýju síðuna.
Þegar ný vefsíða kemur í loftið og menn vilja skrá sig inn opnast ákveðið ferli sem verður að útfylla. Ný lykilorð verða þá send á það póstfang sem er í núverandi kerfi. Síðan geta menn breitt því að vild.
Ferlið til að leiðrétta eða athuga hvort veffang sé rétt er:
1. Skrá sig inn.
2. Smella á „Spjallið“ uppi á bláa borðanum.
3. Smella á „Stillingarnar mínar“ fyrir neðan svarta borðann.
4. Smella á „Prófíll“
5. Smella á „Breyta notendastillingum“
6. Ef veffangið er ekki rétt skal leiðrétta það. Veffangið þarf að skrá tvisvar. Smella síðan á „Senda.