Reykjavík Litlunefndarferð
nóvember 28
Ferð Litlu nefndar á Skjaldbreið, klassísk ferð opin öllum
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Ferð Litlu nefndar á Skjaldbreið, klassísk ferð opin öllum
Félagsfundur
Dagskrá:
Rally Palli (Páll Halldór Halldórsson) kemur og kynnir breytingar á Sprinter.
Hið stórkostlega Keilumót Eyjafjarðardeildar verður haldið í Keilusalnum (að sjálfsögðu).
Spurning hvort Reykvíkingar eða aðrar deildir reyni að etja kappi við hina eitilhörðu Eyfirðinga í keilu? Kanski er þetta áskorun á aðrar deildir klúbbsins að senda keilusérfræðinga til Akureyrar til að finna Keilumeistara Ferðaklúbbsins???
Félagsfundur í húsnæði Björgunarsveitar Héraðs.
Fundur í húsi
Dagskrá augl. síðar
Félagsfundur
Dagskrá auglýst síðar
Nú fer að styttast í Árshátíðna sem verður haldinn 7, nóvember 2015 á Hótel Sögu Súlnasalnum. Verð á miða verður 6.500 kr. Nú er bara að drífa sig og skrá sig á hátíðna.
Hægt er að skrá sig hér á síðunni eða með tölvupósti á skemmtinefnd@f4x4.is
Dagskrá:
Húsið opnar kl. 19:00 (hugmynd að vera með fordrykk)
19:30 hátíðin sett af formanni Ferðaklúbbsins 4×4
Veislustjóri er hinn margrómaði og verðlaunaði Oddgeir Gylfason sjálfur.
Borðhald hefst kl. 20:00
Matseðill
Kaldir forréttir:
Reyktur- og grafinn lax.
Heilreyktur regnbogasilungur.
Kalt roastbeef.
Meðlæti: Cesar salat, skelfisksalat, blaðsalat.
Blandað brauð og viðbit, tilheyrandi sósur og meðlæti.
Aðalréttir:
Sítrus- og eldpiparkrydduð kalkúnabringa.
Purusteik.
Hvítlauks- og jurtalegið lambalæri.
Meðlæti: Ofnsteikt rótargrænmeti, og gratíneraðar kartöflur.
Blandað laufsalat.
Rauðvíns- og Bernaise sósa.
Eftirréttur:
Kaffi og konfekt.
Eftir mat og jafnvel fyrir og á milli rétta verður boðið upp á létta dagskrá í boði STJÓRNARINNAR.
Aðalskemmtikraftur kvöldsins verðu enginn annar en
Ari Eldjárn uppistandari.
Sá sem síðan heldur uppi öllu fjörinu eftir það er enginn annar en
KIDDI BIGFOOT
sem snéri geisladiskunum með sinni alkunnu snilld á síðustu árshátíð.
Ljósmyndir Magnús Hallur Norðdahl ( MHN )
Félagsfundur í Karlakórsheimilinu, Selfossi
Dagskrá:
Auglýst síðar
Árshátíð Skagafjarðardeildar verður haldinn laugardaginn 31 okt næstkomandi á hótel Mælifelli.
Lofað verður frábærri skemmtun enda skemmtinefndin unnið þrekvirki.
Húsið opnar kl 19:30 og borðhald kl 20:30
Flott tilboð á fljótandi veigum.
Matseðillinn verður ekki af verri endanum frekar en venjulega.
Grafinn lax með ristuðu brauði og sinnepssósu
Kjúklingaspjót með kaldri sósu
Villikryddað lambalæri
Hunangsgljáð kalkúnabringa
Fiskréttur úr ferskast fiski dagsins
Eftirréttur.
Ís með karmeleruðum ávöxtum
Takið helgina frá og skemmtum okkur eins og enginn sé morgundagurinn
Þriðji fundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn þann 2. nóvember kl 20:00 á Hótel Natura.
Rætt verður um árshátíðina okkar 7.nóv, ferðafrelsi, stórferðina, bingóferðina, litlunefndar ferðir og stórar fréttir frá Síðumúlanum.
Sölvi Oddson verður síðan með kynningu á nýlega hönnuðum ÚRHLEYPIBÚNAÐ.
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á þennan áhugaverða fund.
Með kveðju
Stjórnin