Um1 miðjan dag í dag sáust fyrstu bílar leggja í hann frá Select við Vesturlandsveg. Menn voru duglegir við að nýta sér tilboð Skeljungs við upphaf ferðar enda margir kílómetrar framundan og því eins gott að vera vel birgur af eldsneyti og öðru til fararinnar.
Fundur með Umhverfisnefnd Alþingis
Félagi okkar Elín Björg Ragnarsdóttir vill benda félagsmönnum Ferðaklúbbsins 4×4 á að það verður opinn fundur á vegum umhverfisnefndar Alþingis á föstudaginn.
Staður: Austurstræti 8-10
Stund: föstudaginn 4. mars 2011, kl. 16:00
Dagskrá:
1. Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs
Gestir
2. Önnur mál.
Fundurinn skal opinn almenningi á meðan húsrúm leyfir sbr. 3. gr. reglna um opna fundi fastanefnda Alþingis.
Elín verður líklega fulltrúi ferðafrelsisnefndar (ef hún kemst vegna anna) og þar með á gestalistanum þó ekki víst.
Nú er um að gera að fjölmenna á fundinn og hlusta á Ellu og segja sinn hug á kurteislegan hátt.
Flott ef klúbbfélagar sem hafa tök á að mæta merki sig klúbbnum. Það eru til límmiðar á skrifstofunni ef Ragna hefur tök á að afhenda þá.
Sjá meira um málið á þessum tenglum.
http://www.althingi.is/vefur/nefndadagskra.html?nfaerslunr=9953
http://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/03/02/opinn_fundur_um_verndaraaetlun/
http://www.althingi.is/vefur/reglur_opnir-fundir
Formaður Ferðafrelsisnefndar
p.s. sem kemst ekki vegna annara erinda
Fyrirlestur Leo M. Jónssonar á síðasta mánudagsfundi
Menn komu að máli við Leó í kaffihléinu eftir fyrirlesturinn og höfðu spurningar varðandi efnið sem fjallað var um. Eins hvar hægt væri að nálgast efnið á vefnum.
Hér fyrir neðan eru link-ar á greinarnar sem Leó kom inn á í erindinu sl. Mánudagskvöld: (sjá undir Nánar… neðst í fréttinni )
Stórferð 2011- SPRENGISANDUR – KJÖLUR
Stórferð Ferðaklúbbsins 4×4 verður farinn 24. – 27. mars 2011
Sjá nánar hér fyrir neðan
Undirbúningsnefnd
GPS upplýsingar
GPS upplýsingarnar frá ferlaráði hafa verið færðar undir „Fróðleik / Bókasafn“ í svörtu stikunni efst á síðunni. Þar ætti að vera auðveldara að finna skrárnar þegar frá líður.
Einnnig ef smellt er hér , opnast yfirlit yfir ferlasafn flokkað eftir sveitafélögum. Þetta eru allt sumarferlar af leiðum í sveitafélögum sem lyggja að hluta innan skilgreindrar hálendislínu. Ferlarnir hafa safnast hafa hjá félögum f4x4 í gegnum tíðina og einnig hefur töluvert safnast í samstarfsverkefni LMí og F4x4 á undanförnum árum.
Þessi gögn eru fyrst og fremst til fróðleiks og eru birt með öllum hefðbundnum fyrirvörum varðamdi svona gögn. Í þeim leynast villur.
Ferlaráð f4x4
Vetrarferðir fyrir landnemana
Grein úr Mbl. eftir Snorra Ingimars sem birtist föstudaginn 22. október, 2010
(Tenging á greinina í Morgunblaðinu)
Fjalla- og jeppamenningin hefur verið í mikilli þróun á undanförnum
árum og þá ekki síst vetrarferðir. Mér finnast þær jafnvel skemmtilegri en ferðalög að sumrinu til enda er
óvissan og ögranirnar meiri,“ segir Snorri Ingimarsson, jeppamaður og verkfræðingur.
Mikil gróska í sportinu
Þúsundir Íslendinga stunda jeppaferðir yfir vetrartímann. Hefur verið mikil gróska í því sporti undanfarna
áratugi þó heldur minni sl. tvö ár. Bílarnir verða stöðugt betri og sífellt er verið að prófa nýja hluti. Mörg
verkstæði eru sérhæfð í jeppabreytingum enda þótt merkustu nýjungarnar komi jafnan fram hjá þeim sem
fást við breytingar heima í bílskúr.
Fundur með Umhverfisráðherra, 16. sept. 2010
Fulltrúar Ferðaklúbbsins 4×4 fóru á fund með ráðherra 16. September kl. 13:30. Á fundinn mættu fyrir hönd klúbbsins Sveinbjörn Halldórsson formaður, Guðmundur Sigurðsson gjaldkeri og Óskar Erlingsson meðstjórnandi og formaður Ferðafrelsisnefndar klúbbsins. Frá ráðuneytinu voru mætt Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra, Hafdís Gísladóttir aðstoðarmaður Umhverfisráðherra, Hugi Ólafsson og Sigurður Ármann Þráinsson.
Í upphafi fundar afhenti formaður Ferðaklúbbsins aðstoðarmanni ráðherra (þar sem ráðherra var rétt ókomin) mótmælaskjal með undirritun yfir 5500 aðila sem mótmæltu lokunum vegna stækkunnar Vatnajökulsþjóðgarðs og tóku undir athugasemdir Ferðaklúbbsins.
Þetta var góður fundur þar sem tækifæri gafst til að undirstrika fyrri athugasemdir ásamt því að benda á að verkferlið við gerð verndaráætlunina hafi ekki gengið eins vel eins og ætla má af af því sem lesa má af pappírum. Ráðherra tók fram hún að bæri virðingu fyrir störfum Ferðaklúbbsins og að ráðherra mundi fara vel yfir ábendingar sem henni bærust. Einnig benti ráðherra á að haldbær rök þyrfti til að synja eða breyta tillögu stjórnar þjóðgarðsins.
(Sjá myndir undir attachements hér fyrir neðan)
Stjórn F4x4
Vinnuferð á Bláfell
Laugardaginn 28 ágúst fóru nokkrir úr fjarskiptanefnd í vinnuferð á Bláfell í samstarfi við Landsbjörg. Nýtt fjarskiptahús frá neyðarlínuni er komið á fjallið og var verkefni ferðarinnar að færa endurvarpa og loftnet í nýja húsið og taka gamla húsið af fjallinu. Í nýja húsinu er 220V rafmagn, svo settur var 25W endurvarpi í stað 5W sem var áður, en gamli endurvarpinn var keyrður á rafgeymum og sólarsellum. Öll verkefni voru leyst, en menn hafa huga á að skoða loftnetsmál á fjallinu aðeins betur, enda hafa aðstæður aðeins breyst við tilkomu masturs og nýs fjarskiptahúss. Bláfell er á rás 44 og næst mjög víða á suðurlandi og á sunnanverðu hálendinu. Við hvetjum menn til að lykla reglulega á endurvarpa og kynna sér hvaða endurvarpar nást á hverju svæði. Endurvarpakort má finna á heimasíðu Sigga Harðar www.radioehf.is
Fjarskiptanefnd.
Fleiri bækur frá Jóni G. Snæland að koma út þessa dagana
Jón Garðar Snæland eða betur þekkur á f4x4.is sem Ofsi er búinn að senda frá sér fleiri bækur.
Þrjár þeirra eru á ensku og ein á íslensku. Íslenska bókin heitir Fjallaskálar á íslandi og fjallar um u.þ.b 400 skála í óbyggðum íslands. Ensku bækurnar eru laugarbók sem heitir Thermal polls in Iceland, Huts and lodges in Iceland og loks leiðarbók fyrir erlenda ferðamenn sem heitir Off the beaten track in Iceland. Íslenska skálabókin og laugabókin eru komnar í verslanir og enska skálabókin kemur í verslanir 18 júní. Leiðarbókin kemur síðan aðeins seinna. – Sjá meira hér
GPS gagnaöflun úr stórferð 2010
Nú í maí er ætlunin að reyna að ná saman sem allra mest af gps ferlum sem náðust á tæki og tölvur þátttakenda í ferðrinni „Í hjólför aldamótanna“ sem farin var í mars síðastliðinum. Meiningin er að bæta því sem berst af ferlum í gagnabanka klúbbsins, sem heimild um þessa ferðahelgi sem hófst á fimmtudeginum 18. mars 2010.