Litlanefnd fór síðustu ferð ársins 2011, laugardaginn 12. nóvember s.l. Þar sem veður hafði verið milt, raunar hlýtt marga daga fyrir ferð, áttum við von á bleytu, jafnvel drullu á Kaldadal og svelli eða krapa á Langjökli. Raunin var sú að á Kaldadal var nánast sumarfæri, með stöku sköflum. Á jöklinum var vorfæri, svolítill krapi neðst, þá blautur snjór, klakablettir ofar og snjór enn ofar. Veður var afbragðsgott, sólarglennur, stillt og hlýtt, en ský og þoka efst uppi á jöklinum.
Ferðin gekk í alla staði vel. Á Kaldadal þurfti að tappa eitt dekk sem fór að leka. Á Langjökli varð ein affelgun og eina rafmagnsviðgerð þurfti að framkvæma. Nokkuð margar festur urðu en allir bílar komu heilir niður. Ferðinni var slitið í Húsafelli. Stór hluti fór malbikið heim, en nokkuð margir fóru Kaldadalinn, enda fljótfarinn og góður.
Næsta ferð Litlunefndar verður laugardaginn 21. janúar 2012.
Myndakvöld verður í félagsheimili F4x4 á opnu húsi, fimmtudagskvöldið 17. nóvember n.k.
Myndasöfn úr ferðinni
Ólafur Magnússon
– Myndasafn 1
– Myndasafn 2
Þór Ingi Árdal – Myndasafn