Jú bjór- og skemmtikvöldið verður á Eirhöfðanum kl 20:30 í kvöld. Munið góða skapið og allar sönnu og lognu sögurnar.
Bjórkvöld og skemmtikvöld í kvöld.
Jú bjórkvöldið verður í kvöld kl. 20:30 og eitthvað frameftir. Munið góða skapið og allar sönnu og lognu sögurnar.
Skemmtinefnd
Ástand náttúrunnar
Við viljum biðja rjúpnaskyttur sem og aðra ferðalanga, að huga vel að ástandi náttúrunnar en nú jörð er víða mjög blaut og ófrosin og því er mikil hætta á skemmdum. Utanvegaakstur er bannaður og því refsiverður.
Umhverfisnefnd
Næsta mál á dagskrá
Skráning í stikuferð umhverfisnefndar er hafin hér í spjallinu.
Stikuferð Umhverfisnefndar
ATHUGIÐ BREYTING ATHUGIÐ
AÐ VEL ÍGRUNDUÐU MÁLI HEFUR VERIÐ ÁKVEÐIÐ AÐ BREYTA DAGSETNINGU Á STIKUFERÐ UMHVERFISNEFNDAR. FERÐIN VERÐUR FARIN HELGINA 28.-30. ÁGÚST en ekki helgina 25. – 27. september eins og til stóð. Stikaðar og lagfærðar verða allar helstu leiðir að Setrinu.
Nánari uppl. síðar
Umhverfisnefnd