Vatnslaust og rafmagnslaust er í Setrinu þessa dagana vegna bilunar í ljósavél. Viðgerð verður væntanlega lokið um næstu helgi en tilkynning verður sett á vefinn þegar málið er í höfn.
Logi Már. Form. skálanefndar.
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Vatnslaust og rafmagnslaust er í Setrinu þessa dagana vegna bilunar í ljósavél. Viðgerð verður væntanlega lokið um næstu helgi en tilkynning verður sett á vefinn þegar málið er í höfn.
Logi Már. Form. skálanefndar.
Skálanefnd stóð fyrir vinnuferð í Setrið um liðna helgi. Því miður kvarnaðist nokkuð úr hópnum sem búist var við að tæki þátt en þar sem þeir sem eftir stóðu voru harðsnúinn hópur manna þá gengu hlutirnir þrátt fyrir það vel fyrir sig og margt vannst í þessari ferð. Ómar skálanefndarmaður og Biggi málari fóru uppeftir á fimmtudagseftirmiðdegi og hófust handa við undirbúning málningar á þaki og sóttist þeim verkið vel, náðu þeir að skrapa og grunna allnokkuð og fullmála einn þakhlutann á föstudeginum áður en veðurfarið setti varanlegt strik í reikninginn þessa helgina og varð ekki meira að gert í þeim efnum. Var því farið í það að einbeita sér að innri málum skálans og voru gluggar í eldri hluta byggingarinnar slípaðir og olíubornir. Allar gardínur voru teknar niður og eru í þessum skrifuðum orðum í þvottavélinni hjá undirrituðum og verða hengdar upp við fyrsta tækifæri. Gólfin í eldri hluta skálans voru síðan slípuð og lökkuð og eru sem ný og ætti að vera auðveldara og skemmtilegra að halda þeim hreinum eftir þessa aðgerð. Stóraðgerð var gerð í eldhússkápum, hreinsað var út úr þeim öllum og þrifið, grisjað var í búnaði og reynt að meta hvað mátti missa sín. Gert var við hlera fyrir útihurðum og klárað að loka undir rúmstæði á svefnlofti. Farið var í stóraðgerð á gámnum, öllu hent út úr honum og til að gera langa sögu stutta þá er langur vegur frá því að allt sem fór út úr honum hafi farið inn í hann aftur. (Hljómsveitin Hættir gæti sennilega haldið ball í honum núna.) Grillað var á laugardagkvöldinu og fóru menn að týnast heim seinnipartinn á sunnudeginum utan undirritaðs og sonar hans sem urðu eftir til að klára gólfin og komust ekki í bæinn fyrr en undir morgun á mánudeginum. Skálanefnd vill þakka þeim sem lögðu hönd á plóg þessa helgina fyrir félagsskapinn og vinnuframlagið og vonast til að njóta krafta þeirra síðar í sumar þegar kallað verður til frekari vinnuferða.
Logi Már. Formaður Skálanefndar.
https://old.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=283687&g2_serialNumber=2
Bjórkvöld verður haldið á Höfðanum laugardagskvöldið 15 maí næstkomandi. Nú er tilvalið að koma og ræða málin yfir kollu fyrir komandi aðalfund og taka forskot á kosningakjaftæði og jórúvisjóngaga og ræða,,,,,, öööööööö,,,,, „ALLAR“ ferðirnar sem hafa verið farnar í vetur. Húsið opnað kl. 20.00 og opið til ??????? Kaldur á kantinum allt kvöldið, bull og þvæla á varamannabekknum. Skemmtinefnd.
Tekist hefur að gera við rafalinn í Setrinu og er því rafmagn komið á aftur.
Skálanefnd.
Skálanefnd hefur fengið nýtt símanúmer, 844-5010. Í því númeri er undantekningalítið hægt að ná sambandi við Skálanefnd. Gistipantanir í Setri skulu fara í gegnum Kára Þórisson, sími 892-4675. Lyklar að Setrinu fást afhentir hjá honum eða skrifstofu ferðaklúbbsins. Félagsmenn á leið til gistingar í Setri eru vinsamlegast beðnir að tilkynna sig og fjölda gesta í annaðhvort símanúmerið.