Þann 17. nóvember er komið að nóvemberferð Litlunefndar.
Ferðin hefst við Stöðina á Vesturlandsvegi klukkan 8:30 þar sem raðað verður í hópa. Því næst verður lagt á malbikið og keyrt á Laugarvatn um Mosfellsheiði og Þingvelli. Við Laugarvatn verður svo keyrt upp Miðdalsfjall framhjá Gullkistu að Brúarskörðum þar sem upptök Brúará verða skoðuð þar sem áin sprettur úr berginu. Ekið í átt að Hlöðufelli og farið vestur fyrir fjallið og línuvegi og ekið austur um Mosaskarð og yfir Haukdalsheiði og komið niður Geysi þar sem ferð verður slitið.
Skráning í ferðina hefst næstkomandi laugardag þann 10. nóvember og stendur yfir til miðvikudags 14. nóvember. Þá um kvöldið verður kynningarfundur um ferðina í húsakynnum ferðaklúbbsins.