Litlanefndin heldur í dagsferð laugardaginn 20. nóvember n.k. Farið verður um slóða í nágrenni við fjallið Skjaldbreið. Fyrst verður ekið malbikið að Þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Þar verður tekin lokaákvörðun um hvaða leið verður valin en það mun ráðast af veðri og færð. Ferðalok eru áætluð um kl. 17:00 en staðsetning þeirra er óviss en þau fara eftir leiðarvali. Þau gætu orðið við Þjónustumiðstöðina, við Geysi í Haukadal eða við Húsafell.
Gera verður ráð fyrir að ferðatilhögun geti breyst, þar með talið að ferðinni verði frestað eða hún felld niður vegna óhagstæðrar veðurspár eða af öðrum ástæðum, samkvæmt ákvörðun fararstjóra.
Það kostar ekkert að taka þátt og allir eru velkomnir, bæði félagsmenn og aðrir. Litlunefndarferðir miðast við lítið breytta og óbreytta jeppa eru engar takmarkanir á því svo lengi sem jeppinn hefur hátt og lágt drif. Ákvarðanir fararstjóra um leiðarval og fleira miðast við þetta.
Skráning er hafin og lýkur henni miðvikudagskvöldið 17. nóvember n.k.
Skráning í ferðina „SMELLA HÉR“
Linkur á spjallþráð „SMELLA HÉR“