Endurvarpinn er búinn að vera á öðru loftneti sem ekki var eins vel staðsett í meira en ár eftir að hann hætti að virka sem skildi. Laugardaginn 20.08 fór hluti fjarskiptanefndar í Bláfjöll til að skipta um kapal við endurvarpann, eftir að í ljós kom að vatn hafði komist í kapalinn sem fyrir var. Voru menn mættir um 11:00 leitið og farnir um 20:00.
Verkið gekk vel.
Staðan á endurvarpanum er mjög góð núna og hvetjum við alla félagsmenn til að prufa og nota Bláfjöll rás 46.