Aðalfundur austurlandsdeildar verður haldinn í Laugarfelli þann 11. maí 2013. Fundurinn byrjar kl. 16 og í framhaldi af fundinum verður boðið í kjötát. Það er ekki selt vín á staðnum en mönnum er velkomið að koma með nesti, þeir sem hafa hug á að gista eru beðnir að snúa sér til staðarhaldara, annaðhvort við komu á staðinn eða í síma:773 3323. Fundarefni verður væntanlega með hefðbundnum hætti, en það verður auglýst nánar þegar nær dregur. Starfandi stjórn.
Þorrablót Austurlandsdeildar
Þorrablót austurlandsdeildar verður í Kverkfjöllum laugardaginn 2. mars. Miðaverð verður 6500 kr. fyrir félagsmenn austurlandsd. Reikningsnúmer er: 0175-26-444444 kt: 600103-3850. Það verður opnað fyrir utanfélagsmenn þegar nær dregur og verður það auglýst sérstaklega, en miðaverð fyrir utanfélagsmenn er 8000.
Aðalfundur
Aðalfundur 2013.
Aðalfundur Austurlandsdeildar 4×4 verður haldinn 11 maí kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í Laugafellsskála á Fljótsdalsheiði. Í framhaldi fundar meður matur í boði klúbbsins. Þeir sem vilja gista geri grein fyrir því við staðarhaldara á staðnum eða í síma 773-3323.
Fundarefni, venjuleg aðalfundarstörf auk nefndastarfa.
Mætum vel.
Stjórnin
Fundur 4X4 7. mars kt. 20:00
Jarðfræðingurinn og jöklafræðingurinn Helgi Björnsson verður með fyrirlestur um fund bandarísku herflugvélarnar á Grænlandsjökli á næsta fundi.
Í ár eru 70 ár frá því flugvélarnar lentu á jöklinum.
Helgi er einn reynslumesti jöklafræðingurinn sem Ísland hefur alið.
Önnur mál eru undirbúningur fyrir Stórferð 4×4.
Skyndihjálparnámskeið Austurlandsdeildar
Austurlandsdeild ráðgerir að halda námskeið í skyndihjálp fyrir félagsmenn sína. Verður námskeiðið haldið í húsakynnum Þekkingarnets Austurlands. Það er ekki komin endanleg dagssetning, en hún verður auglýst síðar.
Félagar eru hvattir til að skrá sig á heimasíðu deildarinn: www.123.is/f4x4aust. Deildin mun niðurgreiða námskeiðið og er gert ráð fyrir að kostnaður á félagsmann verði 1500- 2000 krónur.