FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Félagsfundur 6. september 2010

30.08.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Fyrsti félagsfundur vetrarins verður haldinn mánudagskvöldið 6. september kl. 20:00.
 
Dagskrá ásamt upplýsingum um staðsetningu verða birtar á vefnum þegar nær dregur fundi.  Félögum til upplýsingar verður þessi fundur ekki haldinn í Mörkinni eins og venja er heldur verður honum fundinn annar staður að þessu sinni.
 
Kveðja.
Stjórn F4x4

Filed Under: Stjórn

OPIÐ HÚS Í KVÖLD

12.08.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Stjórnin verður með umræður um stórferð á Höfðanum í kvöld frá kl. 20:30 – 21:30, allir þeir sem hafa áhuga á að hjálpa okkur til að finna góðar leiðir fyrir stórferð eru velkomnir til skrafs og ráðagerðar.

Síðustu stórferðir hafa gengið mjög vel og þurfum við núna að hugsa upp einhverja skemmtilega ferð sem hægt verður að bjóða upp á.  Þó þú mætir og komir með flotta hugmynd þá er þarft þú ekki endilega að sjá um undirbúning og fl.   Í kvöld förum við eingöngu yfir hugmyndir og reynum að finna skemmtilegar leiðir og fá einhverjar nýjar hugmyndir.

Endilega ef þú lumar á einhverri skemmtilegri leið kýktu þá til okkar upp á Höfða og útskýrðu fyrir okkur.

Stjórn.

Filed Under: Stjórn

Uppbygging í framhaldi eldgoss – vantar bíla til sýnis

04.08.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Ágætu félagsmenn.
 
Næstkomandi laugardag verður haldinn samkoma á Hvolsvelli.  Óskað hefur verið eftir 6 – 8 bílum í eigu félagsmanna sem hafðir verða til sýnis á svæðinu frá kl. 11:00 – 17:00.   Eru þeir sem möguleika eiga á að leggja til bíla og tíma í þetta verkefni beðnir um að hafa samband við stjórn með tölvupósti á stjorn@f4x4.is eða í síma 844-5000 sem allra fyrst.
 
Stjórn F4x4.

Filed Under: Stjórn

Auka afsláttur fyrir félagsmenn 4×4 í júlí

06.07.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Skeljungur veitir auka afslátt fyrir félagsmenn 4×4 á smurstöðinni á Dalvegi 16, Kópavogi

20% á öllu út júlí gegn framvísun félagsskírteinis.

Filed Under: Fréttir

Ný félagsskírteini

06.07.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Í meðfylgjandi viðhengi eru upplýsingar um nýja tegund af félagsskírteinum sem Skeljungur hf samstarfsaðili ferðaklúbbsins 4×4 hefur útbúið.

Sérstaklega viljum við benda á auka afslátt sem Skeljungur veitir í tilefni af sumarhátíð klúbbsins sem verður að Þórisstöðum í Svínadal, helgina 16-18 júlí.  Þeir sem vilja greiða eldsneyti með beinhörðum peningum þurfa að láta strauja afsláttarkortið fyrir greiðslu til að fá aukaafslátt, hinir nota staðgreiðslukortið.

Filed Under: Fréttir

Safetravel verkefnið

09.06.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Þriðjudaginn 8. júní var skrifað undir samstarfssamning þeirra sem koma að Safetravel verkefninu, sem Slysavarnafélagið Landsbjörg stýrir. Verkefnið er þrennskonar, útgáfa tímarits á þremur tungumálum, heimasíðan www.safetravel.is, sem opnuð var 8, júní og hálendisgæsla björgunarsveitarmanna.

Ferðaklúbburinn 4×4 er einn samsamstarfsaðila að verkefninu en myndin er tekin á undirskriftarathöfninni sem fór fram við Krísumvík í gær.  Rétt er að taka fram að F4x4 styður verkefnið ekki með fjárframlögum heldur leggur til ýmsa sérfræðiþekkingu sem gagnast verkefninu á ýmsan hátt.
 
Stjórn F4x4

Filed Under: Fréttir

Fundagerð aðalfundar F4x4

09.06.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Ágætu félagsmenn.
 
Fundagerð aðalfundar F4x4, sem haldinn var 29. maí síðastliðinn, er komin inn á vefinn undir þráðinn „Innanfélagsmál“.  
 
Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum:
 
a) gjaldkeri er Guðmundur Sigurðsson,
b) ritari, og jafnframt varaformaður, er Logi Ragnarsson,
c) meðstjórnendur eru Hafliði S. Magnússon og Óskar Erlingsson.  
 
Sveinbjörn Halldórsson var endurkjörinn formaður félagsins á aðalfundinum.

Varamenn í stjórn, kjörnir á aðalfundi eru Ágúst Birgisson og Kristján Gunnarsson.

Stjórn mun hitta fulltrúa nefnda félagsins á næstunni þar sem erindisbréf einstakra nefnda verða afhent og starfið framundan tekið til umræðu.
 
Stjórn F4x4

Filed Under: Stjórn

Félagsfundur Ferðaklúbbsins 4×4, mánud. 12. apríl kl. 20:00

06.04.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Dagskrá.

  • Innanfélagsmál.
  • Kvennaferðin í máli og myndum, kynning í umsjá undirbúningsnefndarinnar.
  • Ratleikur Litlunefndar, kynning ásamt verðlaunaafhendingu í umsjá undirbúningsnefndar.
  • Kaffihlé.
  • Stórferðin, kynningar í máli og myndum frá hinum ýmsu hópum sem þátt tóku í ferðalaginu.

 
Fundurinn verður að venju haldinn í húsnæði Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 og hefst hann kl. 20:00 
Stjórn F4x4.

Filed Under: Fréttir

Skráning í kvennaferð f4x4 26-28 febrúar 2010

25.01.2010 by Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833

Kæru konur, nú hefur verið opnað fyrir skráningu í kvennaferð f4x4 sem farin verður helgina 26-28 febrúar n.k. í Bása í Goðalandi við Þórsmörk.

Við skráningu þarf að koma fram:  Bill=tegund, litur (og hvort ljós eða dökkur) og dekkjastærð –  nöfn bílstjóra og kóara – Netfang, GSM, NMT, VHF talstöð, GPS og fleira ef er..

Í þessari ferð er gert ráð fyrir lágmarksdekkjastærð 35” á minnstu bílana þ.e. súkkur o.þ.h.

Skráning óskast send á netfangið kvennaferd2010@gmail.com.  Skráningu lýkur sunnudaginn 31 janúar n.k. kl: 22.00

Með bestu kveðju,
undirbúningsnefndin.

Filed Under: Fréttir

  • « Previous Page
  • 1
  • …
  • 15
  • 16
  • 17

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.