Það hefur komið í ljós að við höfum meiri rýmd en við áætluðum, því hefur verið opnað aftur fyrir skráningu (https://old.f4x4.is/index.php?option=com_seminar&Itemid=246).
Þeir sem ekki eru búnir að leggja út fyrir sameiginilegum kostnaði eru beðnir um að gera það fyrir 5. mars skv. bréfi sem var sent á öll póstföng sem voru skráð.
Kveðja,
Undirbúningsnefnd



Dalakofinn er rétt norðan Laufafells í nágrenni Reykjadala að Fjallabaki og er sérlega vel staðsettur í þessari stórkostlegu náttúru (63°57.048 / 19°21.584).  Eigendur Dalakofans er Stolzenwald fjölskyldan, en Rúdolf Stolzenwald sem upphaflega byggði skálann árið 1971 var frumkvöðull í hálendisferðum og ferðaðist mikið á vélsleðum og jeppum um þetta svæði.