Stjórn klúbbsins hefur sent frá sér meðfylgjandi tilkynningu.
Setrið, blað um jeppamennsku og ferðafrelsi
Í dag fimmtudaginn 8. mars dreifðum við blaðinu okkar Setrinu í 90.000 eintökum í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu og til áskrifenda Moggans um land allt. Að auki fá allar deildir samtals um 5.000 eintök til eigin dreifingar.
Setrið er 8 bls. í dagblaðsbroti og fjármagnað með sölu auglýsinga. Fjölmargir sinntu kalli ritnefndar og sendu okkur greinar og vil ég fyrir hönd klúbbsins hér með þakka kærlega fyrir þær. Sakir plássleysis komust þær þó ekki allar fyrir í blaðinu að þessu sinni en bíða birtingar í næsta blaði.
Í Setrinu er að finna fjölbreytt efni m.a. kynningu á klúbbnum, sagt er frá samstarfi við Landgræðsluna og sjálfboðavinnu félagsmanna varðandi náttúruvernd og sagt er frá starfi Ey4x4. Þá er að finna ítarlega grein um Hvítbók og aðra grein um baráttuna fyrir ferðafrelsi í Vatnajökulsþjóðgarði. Þá eru greinar um skálann okkar Setrið, Litlunefnd og leiðarlýsing um Þingmannaheiði á Vestfjörðum.
Ég vona að félagsmenn kunni að meta þetta framtak okkar en stjórn Ferðaklúbbsins telur afar mikilvægt að efla kynningar- og áróðursstarf út á við, ekki síst um baráttumálin sem á okkur brenna þessa stundina.
F.h. stjórnar,
Hafliði S. Magnússon formaður
Félagsfundur 4×4
Næsti félagsfundur F4x4 verður mánudagskvöldið 5. mars, kl. 20:00.
Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir).
Dagskrá
- Innanfélagsmál
- Samningurinn við Skeljung
- Slys og björgun í tengslum við jeppaferðir á hálendinu að vetri til, hugvekja frá Landsbjörg
- Stórferðin 2012
- Verndaráætlun við Langasjó, Snorri Baldursson og Kári Kristjánsson
Kaffihlé verður um 21:00
Stjórnin
Stórferð 2012 – Dyngjufjalladalur – Langjökull (Mývatn 2012)
Búið er að opna fyrir skráningu í Stórferðina 2012. Það þarf að skrá inn nafnið á ferðahópnum en þeir sem eru ekki í neinum hóp, skrái sig í hópin STAKUR.
Meðfylgjandi er viðhengi (PDF) yfir ferðaáætlun og einnig eru viðhengi með dæmi um leiðir sem hægt er að fara.
Félagsfundur 4×4
Næsti félagsfundur F4x4 verður mánudagskvöldið 6. febrúar, kl. 20:00. Fundarstaður er Hótel Natura (Loftleiðir).
Dagskrá
- Innanfélagsmál
- Stórferðin 2012 – kynning
- Borghildur Sverrisdóttir verður með kynningu á „Ferðaaski“
- Jöklaverkefnið – lok verkefnisins, Snævarr Guðmundsson
- GPS kynning og hvernig notum við jöklakortin í tækjunum okkar, Ríkarður Sigmundsson
- Fastur og félagar segja frá Þorrablótinu
Kaffihlé verður um 21:00
Stjórnin
Fréttatilkynning vegna Hvítbókar
Réttaröryggi ferðamanna ógnað
Ferðaklúbburinn 4×4 gerir alvarlegar athugasemdir við ýmis sjónarmið sem fram koma í Hvítbók sem nefnd á vegum umhverfisráðuneytis, um endurskoðun náttúruverndarlaga, hefur unnið. Telur klúbburinn að réttaröryggi þeirra sem kjósa að fara um náttúruna öðru vísi en fótgangandi sé stórlega ógnað ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga. Hætta sé á að stór landsvæði verði með öllu lokuð fötluðum, öldruðum, fólki með ung börn og öðrum en þeim sem ekki hafa líkamsburði til að ganga langar leiðir.
„Við gerum einnig alvarlegar athugasemdir við skipan nefndarinnar en hún er eingöngu skipuð fólki sem vill takmarka verulega aðgengi almennings að landinu í nafni náttúruverndar. Slík skipan nefndar er dæmd til að skila niðurstöðu sem miðast við skoðanir og hagsmuni þröngs hóps í stað þess að endurspegla vilja og skoðanir alls almennings. Þá er ljóst að þessi nefnd hefur ekkert samband haft við stóran hóp náttúruunnenda innan t.d. SAMÚT. Ekki var heldur leitað eftir athugasemdum frá fjöldasamtökum ferðafólks á borð við Ferðaklúbbinn 4×4 sem telur um 5.000 félaga. Okkur er kunnugt um fjölmörg önnur útivistarfélög sem fengu ekki heldur tækifæri til að senda inn athugasemdir,“ segir Hafliði Sigtryggur Magnússon, formaður Ferðaklúbbsins 4×4.
Í athugasemdum Ferðaklúbbsins 4×4 er vakin athygli á þeirri staðreynd að sú meginregla hafi hingað til ríkt í íslensku réttarfari að það sé leyft sem ekki er sérstaklega bannað. Í tillögum nefndar um endurskoðun náttúruverndarlaga er lagt til að þessu verði snúið við og að gerður verði gagnagrunnur um alla þá vegi og slóða sem leyft sé að aka, en fari ferðamaður út fyrir þann ramma, jafngildi það utanvegaakstri og varði við lög. Segir í athugasemdum klúbbsins að í stað boða og banna af þessu tagi, sem kosti mikla fjármuni að fylgja eftir, væri nær að verja því fé til þess að efla fræðslu- og forvarnarstarf og bæta merkingu vega og slóða.
Yfirlýsing frá Ferðaklúbbnum 4×4
Í tilefni fréttar á vefútgáfu DV í gær, þar sem vitnað er í ummæli um Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra á Facebook síðu, vill stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 koma eftirfarandi á framfæri:
Eins og flestum mun kunnugt hefur Ferðaklúbburinn 4×4 tekið þátt samstarfi margra útivistaraðila, ferðþjónustufyrirtækja og ferðatengdra aðila um að berjast gegn skerðingu á rétti almennings til ferðafrelsis í Vatnajökulsþjóðgarði. Í þeirri baráttu hafa menn m.a. tekist á við ráðherra umhverfismála en kappkostað að halda uppi málefnalegum rökum fyrir sínum sjónarmiðum.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 fordæmir ummæli þau sem birtust um ráðherra á Facebook í gær og harmar að þau skuli tengd við okkar starfsemi og Klúbburinn þar með dreginn niður á þetta lága plan.
f.h. stjórnar
Hafliði Sigtryggur Magnússon
Kvörtun F4x4 og Skotvís til Umboðsmanns Alþingis hafnað
Nú í vor sendu Ferðaklúbburinn F4x4 og Skotveiðifélag Íslands kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna staðfestingar umhverfisráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Álit umboðsmanns liggur nú fyrir en þar segir meðal annars að staðfesting umhverfisráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð felur í sér setningu stjórnvaldsfyrirmæla. Þegar svo háttar til gilda ekki ákvæði stjórnsýslulaga og þess vegna er umfjöllun umboðsmanns takmarkaðri en ella hefði verið. Umboðsmaður staðfestir hvergi í umfjöllun sinni að málsmeðferð stjórnvalda hafi verið góð eða vönduð. Hann kemst aðeins að þeirri niðurstöðu að hún hafi uppfyllt þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Ljóst er að félögin hafa ekki fengið jafn jákvæðar undirtektir við umkvörtunum sínum eins og vonir stóðu til. Þess vegna er ennþá brýnna að standa vel að því samráðsferli sem nú er í gangi með stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.
Stjórnir F4x4 og Skotvís
Sumarhátíð Ferðaklúbbsins 4×4
Sumarhátíð klúbbsins verður helgina 15-17 júlí að Hólaskóg (Þjórsárdal).
Hólaskóg þekkja flestir hjá klubbnum vel, en kanski færri komið þarna að sumarlagi og kynnst sumarhliðinni á staðnum. Á staðnum er boðið upp á svefnpokaaðstöðu og eins er tjaldsvæði á staðnum.
Nánari dagskrá verður gefin út þegar nær dregur, en gert er ráð fyrir að fólk sé að tínast á staðinn á föstudagskvöldi og heimferð sé á sunnudag.
Nánari upplýsingar um Hólaskóg: http://www.obyggdaferdir.is/Holaskogur/Forsida.aspx
Fundagerð aðalfundar F4x4
Ágætu félagsmenn.
Fundagerð aðalfundar F4x4, sem haldinn var 23. maí síðastliðinn, er komin inn á vefinn undir þráðinn „Innanfélagsmál“, sjá https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=20&t=28322.
Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum:
- gjaldkeri er Arnþór Þórðarson,
- ritari, og jafnframt varaformaður er Óskar Erlingsson,
- meðstjórnendur eru Árni Bergsson og Samúel Þór Guðjónsson.
Hafliði Sigtryggur Magnússon var kjörinn formaður félagsins á aðalfundinum.
Varamenn í stjórn eru Ágúst Birgisson og Ásgeir Sigurðsson.
Stjórn mun hitta fulltrúa nefnda félagsins á næstunni þar sem erindisbréf einstakra nefnda verða afhent og starfið framundan tekið til umræðu.
Ath. það er búið að gera smá leiðréttingu á fundargerðinni, eitt föðurnafn hjá nefndarmanni Litlu nefndar leiðrétt.
- « Previous Page
- 1
- …
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- …
- 17
- Next Page »