Í tilefni nýrrar uppfærslu á sprungukortum jökla bjóða aðilar verkefnisins til opins hús í Garmin búðinni miðvikudaginn 26. mars milli 20:00 og 22:00. Eigendur GPS tækja geta kynnt sér sprungukortin og fengið leiðbeiningar við innsetningu þeirra í tækin sín. Á vefsíðunni www.safetravel.is má finna nýja uppfærslu kortanna en þar má einnig finna „þekktar, hættuminni leiðir“ yfir nokkra jökla. Þessu má hala niður og nýta við ferðalög sín á þessum jöklum. Allir hvattir til að mæta, kynna sér kort og leiðir og stuðla þannig að eigin öryggi og annara.
Fundur á vegum Hústrukkanefndar
Ferðaklúbburinn 4×4 – Hústrukkanefnd
Hústrukkanefnd efnir til fundar í húsi Ferðaklúbbsins 4×4 að Eirhöfða 11, 110 Reykjavík, mánudaginn 10. mars kl 20:00.
Dagskrá:
- Guðmundur Guðmundsson heldur erindi ásamt myndasýningu um ferðir nefndarinnar síðasta sumar og kynnir hugmynd að haustferð 2014.
- Hvítasunnuferð í Þórsmörk
- Búnaður hústrukka. Hvernig eru hús fest á bíla ? Kynning á spjallvefnum www.expeditionportal.com/forum
- Önnur mál.
- Hústrukkanefndin:
- Grétar Hrafn Harðarson s: 892 1480
- Trausti Kári Hansson s: 894 9529
- Viggó Vilbogason s: 892 3245.
Stórferð 2014 Skagafjörður-Kjölur
Stórferðin dagana 6. – 9.mars 2014
Jæja félagar, þá er komið að hinni árlegu STÓRFERÐ sem Ferðaklúbburinn 4×4 stendur fyrir. Í ár er það hinn „víðfrægi“ Jeep Gengis hópur sem var beðinn um að taka að sér skipulagningu ferðarinnar.
Fyrir valinu varð að fara norður í land með viðkomu á Miðju Íslands.
Með í ráðum eru norðandeildir F4x4 (Eyfirðingar, Skagfirðingar og Húnvetningar) sem skipuleggja leiðarval norðan Miðju og leggja okkur til þá ferla og upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Það er alltaf þannig að ferðalög sem þessi stjórnast af veðri og snjóalögum og verður hópurinn að vera undir það búinn að gera þurfi breytingar á upphaflegum áætlunum ef svo ber undir.
Fimmtudaginn 6. mars er förinni heitið í Hrauneyjar (eða á aðra nálæga gististaði) en eins og fram kemur í eftirfarandi auglýsingu er þar ýmis gisting í boði á afsláttarkjörum. Símanúmerið í Hrauneyjum er 487 7750.
Föstudaginn 7.mars er áætluð brottför kl. 8:30 frá Hrauneyjum og stefnan tekin á Miðju Íslands. Þaðan förum við í Laugafell þar sem í boði verður ljúffengt kakó/kaffi í boði Eyfirðinga. Þaðan er förinni heitið niður í Skagafjörð í þá gistingu sem menn hafa pantað sér. Varðandi gistimöguleika á því svæði er best að fara inn á www.skagafjordur.is og velja VISIT Skagafjörður neðst hægra megin á síðunni en þá opnast gluggi með miklum fjölda gististaða í sveitinni, í Varmahlíð og út á Sauðárkrók.
Laugardaginn 8.mars er skemmtidagur og byggir hann á því að fara í fremur þægilegan stuttan (4 – 5 tíma ef áætlanir standast) dagstúr og enda á Blönduósi, ekki liggur fyrir á þessari stundu hvaða leiðarval verður fyrir valinu en það skýrist þegar nær dregur. Reiknað er með að leggja af stað kl. 10:30 frá Varmahlíð. Laugardagskvöldið verður haldið hátíðlegt á Blönduósi þar sem við munum gista á hinum ýmsu gistiplássum sem þar bjóðast, allt frá svefnpokagistingum yfir í uppábúið rúm og eins og ávallt stjórnast verðið af gæðum gistingarinnar. Eins og fram kemur í glærusettinu um ferðina tekur hótelið á Blönduósi við pöntunum í gistirými en síminn þar er 452 4205. Hótelstjórinn sér um að raða gengjum niður á gistirýmin og reynir að uppfylla kröfur hverrar einingar eftir getu, en gistiplássið er takmarkað og því munu ekki allir endilega fá þá gistingu sem þeir helst vildu. Gistirými í boði eru:
Hótel
2 x 1 manns 10000 stk
12 tvegjja 15000 stk
2 delux eða þriggja manna 20000 stk
Gistiheimili
Uppábúið
9 x 2 manna 10000
2 x 3 manna 15000
Sumarhús
105 rúm í bústöðum, svefnpokapláss 4000 pr mann ætlast er til að húsunum sé skilað eins og þau voru. Frá 2 manna upp í 8 manna hús.
Hólahvarf Veiðihús Blöndu stðsett 25 km suður af Blönduósi
17 x 2 manna
Verð 15000 pr herbergi innifalið rúta til og frá félagsheimili.
Svefnpokaplássi á Blönduósi 4000
ca 50 manns
Um kvöldið munum við gæða okkur á þriggja rétta máltíð sem við skolum niður með einhverri „hressingu“ að eigin vali (meðferðis eða keypt á staðnum). Bílar verða á svæðinu til að skutla mönnum á milli staða þ.e. frá gististað að matsölu og til baka. Á Blönduósi verður ferðinni formlega slitið.
Heimferð eftir vali hvers og eins þ.e. Kjölur eða bara malbikið.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á vef félagsins old.f4x4.is (skráning í ferðir). Þeir viðmiðunarferlar sem undirbúningshópurinn mun leggja til í samvinnu við norðandeildir F4x4 verða gerðir aðgengilegir í gegnum síðu klúbbsins þegar nær dregur ferðalaginu.
Þátttökugjald er kr. 7000 og er þess óskað að menn geri skil á þeirri greiðslu eigi síðar en 14. febrúar ef þeir ætla að halda plássinu. Innifalið í gjaldinu er máltíðin og skutlið á Blönduós.
Hægt er að millifæra inn á 516-26-204444 kt. 701089-1549 (senda staðfestingu á stora14@f4x4.is og hafa í skýringu „Stórferð – nafn á gengi“) eða hafa samband við skrifstofuna á opnunartíma hennar í síma 568 4444 ef menn vilja greiða með korti.
Jeep Gengið
Uppfærsla á vefnum
Vefurinn verður lokaður fyrir breytingar morguninn þriðjudag 21. janúar (á tímabilinu 8:00-12:00) meðan verið er að flytja vefinn á öflugri vél.
Kveðja,
Vefnefnd
Nýliðaferð F4x4
Helgina 17. – 19. janúar næstkomandi verður nýliðaferð ferðaklúbbsins 4×4 í Setrið. Ferðin er ætluð fyrir nýliða og þá sem ekki hafa mikla reynslu af jeppaferðum í snjó. Ef ekki fyllist í ferðina er reyndari ferðalöngum velkomið að taka þátt. Skráning á heimasíðunni old.f4x4.is , lengst til hægri á forsíðunni er valmöguleikinn „skráning í ferðir“. Skráning opnar mánudaginn 6. janúar kl. 20.00. Minnum á að klúbburinn á nokkrar VHF stöðvar sem hægt er að leigja. Ekki er skilyrði að vera félagi í klúbbnum til að taka þátt.
Lágmarksdekkjastærð er 38″, undanþágu veita fararstjórar.
Fararstjórar:
- Styrmir Frostason: S: 661-5149 frostason@hotmail.com
- Freyr Þórsson S: 661-2153 freyr86@hotmail.com
Skráning:
- Skráningarform á f4x4.is, lengst til hægri á forsíðunni er valmöguleikinn „skráning í ferðir“.
- Skráning opnar mánudaginn 6. janúar kl. 20.00 (sjá: f4x4.is/event/nylidaferd-f4x4/)
- Æskilegur fjöldi í bíl er tveir.
- Það sem þarf að koma fram í skráningu er eftirfarandi:
- Bílnúmer
- Bíltegund
- Dekkjastærð
- Fjöldi í bíl
- Nafn bílstjóra og farþega
- Símanúmer bílstjóra
- Greiðslufrestur í ferðina er til 20.00 þriðjudaginn 14. janúar. Þeir sem ekki greiða fyrir þann tíma missa plássið.
Fjöldi þáttakenda:
- Pláss er fyrir 40 þátttakendur, það sem gildir er fyrstur kemur fyrstur fær, minnum á að óreyndir ganga fyrir.
- Ef fjöldi þátttakenda fer yfir 40 verður til biðlisti. Gera má ráð fyrir að ekki allir mæti sem skrá sig upphaflega, þá verða menn teknir inn af biðlista. Það ræðst kl. 20.00 þriðjudaginn 14. janúar.
Ferðafyrikomulag:
- Föstudagur: Kvíslaveituvegur-Sólaeyjarhöfði uppeftir nema annað komi til.
- Laugardagur: Leikaraskapur á svæðinu, fer eftir veðri og aðstæðum.
- Sunnudagur: Heimleið ákveðin af fararstjórum á staðnum, Klakkur eða Kerlingarfjöll líklegast.
Eldsneytismagn:
- Gera ráð fyrir ca. 170 lítrum á bíl til að vera öruggur. Einhverjum dugar minna en aðrir þurfa meira. Um að gera að setja sig í samband við fararstjóra ef menn eru óöruggir með þetta.
Nauðsynlegur búnaður í hverjum jeppa:
- Loftmælir
- VHF talstöð
- GPS tæki
- Kaðall
- Skófla
- Loftdæla, ekki skilyrði en best ef svo er.
Kostnaður:
- Kostnaður er fyrir hvern þáttakenda.
- Ekki er skilyrði að vera í klúbbnum.
- 6.000 kr. á haus
- Æskilegur fjöldi í bíl er tveir.
Matarmál:
- Fararstjórn sér um sameiginlega máltíð á laugardagskvöldi fyrir utan drykkjarföng.
Undirbúningur:
- Jeppaskoðun þar sem fararstjórar fara yfir jeppana með þáttakendum. Horft er á hluti á borð við dráttarfestingar og farið yfir jeppana. Staðsetning og fyrirkomulag auglýst síðar.
Ekki hika við að hafa samband við fararstjóra (nylidaferd@f4x4.is) ef spurningar vakna.
Desember tilboð Bílabúðar Benna
Gleðileg jól. Bílanaust.
Jólagjöf Skeljungs
Afslættir hjá Skeljungi
Ofurdagur F4x4 27. Nóvember
- « Previous Page
- 1
- …
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- …
- 17
- Next Page »