Hvað er yndislegra en að skreppa í Þjórsárdalinn svona á fyrstu dögum sumars.
Tjalda eða „vagna“ – sem er nýyrði og lýsir gistimöguleika þeirra sem burra um með vagna sína á palli eða í eftirdragi –
Gleðjast með félögum sínum og finna hvernig náttúran poppar upp hverja einustu frumu í kroppnum.
Þræla sér hæfilega út við landgræðslustörf og furða sig á því hversu stuttan tíma öll vinnan tók. Skoða afrakstur uppgræðsluvinnu fyrri ára og koma með einhverja gáfulega athugasemd í framhaldinu. Skella sér í sund að loknu verki og um kvöldmatarleitið finna ilminn af grillinu blandast við angan náttúrunnar. Taka vel til matar síns og vita að næsta morgun verður vaknað í góðra vina hópi og haldið heim. Endurnæring fyrir sál og líkama.
Þetta stendur þér til boða í uppgræðsluferð Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4. Farið verður í Þjórsárdalinn, helgina 8-10 júni. Unnið að uppgræðslu í Núpsskógiog Þórðarholti á laugardeginum 9. júní, skroppið í sund að verki loknu og að lokum verður grillað í boði Ferðaklúbbsins 4×4.
Skráning er hér á netinu
Uppgræðsluferð 2012
í samstarfi við Hekluskóga.
vinnudagurinn er laugardagurinn 9. júni.
þar hefur Ferðaklúbburinn 4×4 komið að uppgræðslu undanfarin ár.
Virðum lokanir Vegagerðarinnar
hálendisvegum vegna aurbleytu. Sjá nánar á korti Vegagerðarinnar
Virðum lokanir – vinnum með náttúrunni.
Yfirlýsing vegna náttúruspjalla að Fjallabaki
Ferðaklúbburinn 4×4, Útvistar og Skotvís fordæma harðlega umhverfisspjöll af völdum ólöglegs aksturs utanvega sem fréttir hafa borist af í dag og í gær á samskiptavefnum Facebook.
Hópur frá Útivist á leið í Dalakofann að Fjallabaki sá á leið sinni um Fjallabaksleið syðri verulega ljót umhverfisspjöll eftir utanvegakstur. Þær skemmdir sem þarna hafa verið unnar eru víða óbætanlegar. Athæfið ber með sér algjört virðingaleysi við náttúru svæðisins og tillitsleysi við aðra ferðamenn sem vilja njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Háttarlag sem þetta er algerlega ólíðandi og til skammar fyrir þá sem þarna hafa verið á ferð.
Það er ríkjandi viðhorf meðal félagsmanna okkar og meginþorra ferðafólks á hálendinu að náttúruna beri að umgangast af virðingu og varkárni og gæta þess að fremsta megni að skilja hvergi eftir sig ummerki. Þetta á við um langflesta, án tillits til tilgangs ferðanna eða ferðamáta og þetta er eitt af megin gildum þeirra félagasamtaka sem við stöndum fyrir. Í samfélagi okkar eru alltaf einhverjir sem sýna af sér óábyrga hegðan hvar sem þeir koma og því miður birtist það einnig í umgengni þessara einstaklinga á hálendinu.
Félögin berjast fyrir hagsmunum ferðafólks sem sýnir ábyrgð í umgengni við náttúru Íslands. Þeir ökumenn sem lítilsvirða landið á þann hátt sem myndirnar sýna hafa með gerðum sínum spillt fyrir málstað þeirra sem ferðast um landið með ábyrgum hætti. Félögin vilja að það komi skýrt fram að svona umgengni er með öllu ólíðandi og hvetur félagsmenn sína til að berjast gegn ólöglegum utanvegaakstri hvenær sem þeir verða vitni að slíku.
Nánari upplýsingar:
Þórarinn Eyfjörð, formaður Útivistar, sími 893 9879
Hafliði Sigtryggur Magnússson, formaður Ferðaklúbbsins 4×4, sími 896 7477
Elvar Árni Lund, formaður SKOTVÍS, sími 693 3518
Stikuferð Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4 2011 um Gljúfurleit og Leppistungur.
Stikuferð á vegum Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins F4x4 var farin helgina 02 til 04 september 2011. Mikil þátttaka var í ferðina, enda um skemmtilegar leiðir að ræða. Þar sem fyrirfram var vitað um góða þátttöku, þótti tilhlýðilegt að smíða tvo nýja stikuhamra, því á Ferðaklúbburinn 4×4 nú alls 8 hamra. (En þyrfti etv. að eignast fleiri heftibyssur).
Annar undirbúningur fólst helst í því að vera í sambandi við sveitarfélög á svæðinu og fá hjá þeim leyfi til að stika umræddar leiðir. Sem og að mála stikur og undirbúa fyrir ferðina. Enn einu sinni fengum við að nýta garðinn góða við Ennishvarfið en Jóhann Björgvinsson á heiður skilinn fyrir alla góðsemi sína í okkar garð við undirbúning verksins.
Jónsmessuferð Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4 í júní 2011.
Landgræðslu- og skoðunarferð Umhverfisnefndar f4x4 var farinn í Þórsmörk um helgina 24.-26. júni 2011.
Ferðin var farin í samstarfi við Landgræðsluna. Guðjón Magnússon hjá Landgræðslunni bauðst til að fara með þá sem áhuga hefðu í skoðunarferð í Þórsmörk. Þar var svæðið í Merkurrana, skoðað með tilliti til áhrifa eldgoss og gróðurfars. En Ferðaklúbburinn og Guðjón stóðu að landuppgræðlsu á því svæði í meira en áratug.
Hátt í 30 manns skráðu sig í ferðina. Þá bættust við þeir sem nýttu laugardaginn til þess að rúlla inn í Þórsmörk, njóta þar dagsins og meðtaka þær upplýsingar sem Guðjón hafði fram að færa.
Jónsmessuferð Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4 í júní 2011.
Landgræðslu- og skoðunarferð Umhverfisnefndar f4x4 var farinn í Þórsmörk um helgina 24.-26. júni 2011.Ferðin var farin í samstarfi við Landgræðsluna. Guðjón Magnússon hjá Landgræðslunni bauðst til að fara með þá sem áhuga hefðu í skoðunarferð í Þórsmörk. Þar var svæðið í Merkurrana, skoðað með tilliti til áhrifa eldgoss og gróðurfars. En Ferðaklúbburinn og Guðjón stóðu að landuppgræðlsu á því svæði í meira en áratug. Hátt í 30 manns skráðu sig í ferðina. Þá bættust við þeir sem nýttu laugardaginn til þess að rúlla inn í Þórsmörk, njóta þar dagsins og meðtaka þær upplýsingar sem Guðjón hafði fram að færa. Eins og svo oft áður var byrjað við Álfakirkjuna kl.13.00. Þar hittist allur hópurinn. Börnunum var hampað að venju og vel tekið á móti okkur öllum. Við fengum upplýsingar um sandstorma sem herja á svæðið eftir síðasta eldgos. Síðan var farið að líta á staumendurnar, sem voru á sínum stað og þá var haldið yfir Krossá yfir í Merkurranann. Við skoðuðum á svæðinu hversu þykkt öskulagið var, sáum að einhverjar plöntunnar voru orðnar ansi sandblásnar þannig að börkurinn var farinn af að hluta. Þá var gengið um svæðið og áburði dreift. Í framhaldinu var farið inn í Húsadal, en þar fengum við m.a. kynningu um Skóg og skógarbotna á Íslandi, þar voru settar upp sandgildrur. Skemmtileg upplifun og fæðandi. Þá var skutlast aftur yfir Krossá með tilheyrandi ævintýrum. Keyrt á ný inn í Bása, þar sem grillað var um kvöldið. Útivist var með sína árlegu Jónsmessubrennu og brennusöng um kvöldið, þá var einnig dans fyrir þá sem það vildu. Á sunnudegi var litið við í Stakkholtsgjá á bakaleiðinni. Þar er alltaf skemmtilegt að ganga og njóta þeirra náttúruundra sem gjáin býður uppá. Umhverfisnefnd þakkar fyrir góð ferð og vel unnin verk. Didda R-3756Formaður Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4
Landgræðsluferð Umhverfisnefndar Ferðaklúbbsins 4×4 10-12 júní 2011
Umhverfisefnd Ferðaklúbbsins 4×4 stóð fyrir landgræðsluferð í Þjórsárdal í samstarfi við Hekluskóga.
Föstudaginn 10.06. 2011 var haldið í Þjórsárdalinn, en gist var á tjaldstæðinu í Sandártungu. Það var fremur köld nótt – hitamælar sýndu ekki margar gráður. Mæting var góð, en í kringum 25 manns mættu til starfa.
Stikuferð hjá Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 Haustið 2010
Á hverju ári hefur Umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4×4 staðið fyrir stikun á akstursleiðum í óbyggðum. Í ár var leitað til Umhverfisstofnunar og fékkst leyfi til að stika leiðir innan Friðlandsins að Fjallabaki.
Þær leiðir sem leyfi fékkst til að stika liggja frá Landmannaleið yfir Pokahrygg og niður að Hrafntinnuhrauni. Þaðan frá gatnamótum, annarsvegar inn að íshellum við Hrafntinnusker og hinsvegar í átt að Laufafelli.
Stikuferð Eyjafjarðardeildar
Stikunefnd Eyjafjarðardeildar.