Eyjafjarðardeild desemberfundur
Félagsfundur Eyjafjarðardeildar verður haldinn þriðjudagskvöldið 6. desember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Súlna við Hjalteyrargötu og hefst kl.20.00
Dagskrá:
Desemberfundur að hætti skemmtinefndar
Stjórn Eyjafjarðardeildar
Yfirlýsing vegna náttúruspjalla að Fjallabaki
Ferðaklúbburinn 4×4, Útivist og Skotvís fordæma harðlega umhverfisspjöll af völdum ólöglegs aksturs utan vega sem fréttir hafa borist af í dag og í gær á samskiptavefnum Facebook.
Hópur frá Útivist á leið í Dalakofann að Fjallabaki sá á leið sinni um Fjallabaksleið syðri verulega ljót umhverfisspjöll eftir utanvegakstur. Þær skemmdir sem þarna hafa verið unnar eru víða óbætanlegar. Athæfið ber með sér algjört virðingarleysi við náttúru svæðisins og tillitsleysi við aðra ferðamenn sem vilja njóta þess að ferðast um okkar fallega land. Háttarlag sem þetta er algerlega ólíðandi og til skammar fyrir þá sem þarna hafa verið á ferð.
Það er ríkjandi viðhorf meðal félagsmanna okkar og meginþorra ferðafólks á hálendinu að náttúruna beri að umgangast af virðingu og varkárni og gæta þess að fremsta megni að skilja hvergi eftir sig ummerki. Þetta á við um langflesta, án tillits til tilgangs ferðanna eða ferðamáta og þetta er eitt af megin gildum þeirra félagasamtaka sem við stöndum fyrir. Í samfélagi okkar eru alltaf einhverjir sem sýna af sér óábyrga hegðan hvar sem þeir koma og því miður birtist það einnig í umgengni þessara einstaklinga á hálendinu.
Félögin berjast fyrir hagsmunum ferðafólks sem sýnir ábyrgð í umgengni við náttúru Íslands. Þeir ökumenn sem lítilsvirða landið á þann hátt sem myndirnar sýna hafa með gerðum sínum spillt fyrir málstað þeirra sem ferðast um landið með ábyrgum hætti. Félögin vilja að það komi skýrt fram að svona umgengni er með öllu ólíðandi og hvetur félagsmenn sína til að berjast gegn ólöglegum utanvegaakstri hvenær sem þeir verða vitni að slíku.
ATH! Spjallið komið í lag
Það var ekki hægt að pósta né svara þráðum í morgun en það hefur nú verið lagað.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Stjórn Húnvetningadeildar 2011-2012
Stjórn Húnvetningadeildar að þessu sinni var kosinn:
- Jakob Á Jóhannsson formaður
- Björn Svanur Þórisson Gjaldkeri
- Arnar þór Sævarsson ritari
- Bjarni Ottósson meðstjórnandi
- Bjarni G Stefánsson meðstjórnandi
- Leifur Andrésson varamaður
Facebook síða F4x4
Búið er að stofna Facebook síðu fyrir F4x4 sem tekur við af hópasíðunni sem fyrir er. Eru allir velunnarar Klúbbsins beðnir vinsamlegast að „Líka við“ hana til að fylgjast með F4x4 á Facebook. Þar verða nýjar fréttir af heimasíðu F4x4 birtar mönnum til hægðarauka.
Flestir vita að það er verið að vinna hörðum höndum í nýrri síðu fyrir Klúbbinn og er þetta liður í nútímavæðingunni.
Vefnefnd