Húnvetningadeild verður með fund fimmtudaginn 1. okt. kl. 20:30 í Björgunarsveitarhúsinu á Blönduósi.
Fundur á Hvamstanga Hunabraut 6 hjá form Mánudag 11 jan kl 20-30
ræða ferðir vetrarins og fl
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Húnvetningadeild verður með fund fimmtudaginn 1. okt. kl. 20:30 í Björgunarsveitarhúsinu á Blönduósi.
Fundur á Hvamstanga Hunabraut 6 hjá form Mánudag 11 jan kl 20-30
ræða ferðir vetrarins og fl
Skemmtinefnd ætlar að kveðja sumarið og bjóða veturinn velkominn með smá björkvöldi laugardagskvöldið 19. september næstkomandi.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Skemmdin.
Nú er starfið að fara í gang eftir sumarfrí. Stjórn móðurfélagsins er búin að boða allar nefndir klúbbsins á fund miðvikudaginn 2. september kl. 20:00 í húsakynnum félagsins þannig að þær nefndir eða nefndarmenn sem ekki hafa fengið fundarboð er bent á að senda athugasemd á stjorn@f4x4.is og vefnefnd@f4x4.is.
Næsti félagsfundur verður haldinn mánudaginn 7. september kl. 20:00 á sama stað og venjulega þ.e. í sal Ferðafélags Íslands að Mörkinni 6 (kjallaranum) og eru nýir félagsmenn hvattir til að mæta. Dagskráin verður auglýst nánar síðar.
Ferðin er liðin…..
Fyrirhugað er að halda áfram með viðbyggingu og dytta að ýmsu eftir veturinn.
Vonum að sem flestir mæti.
Frekari upplýsingar hjá Kristjáni í síma 865 0129
Bestu kveðjur
Skálanefnd Eyjafjarðardeildar
Þá er nýr vefur klúbbsins loksins að komast í loftið. Enn eru þó mörg handtök eftir s.s. flutningur á myndaalbúmi, setja inn upplýsingar um nefndir / deildir, virkja leit í spjallinu, gps o.m.fl. en sú vinna er nú í fullum gangi.
Í flutningum sem þessum er óhjákvæmilegt að lykilorð tapist. Til að fá nýtt lykilorð þarf að fara í Innskráningu og smella á Töpuð innskráning?
Rétt er að geta að ákveðið var að flytja ekki auglýsingarnar yfir á nýja vefinn, heldur verður að setja þær inn að nýju
Kveðja, Vefnefnd.
Farið verður í hina árlegu ferð helgina 19. – 21. júní í Þjórsárdalinn eins og í fyrra. Við komum líklega til að starfa á sama svæði og verður gaman að sjá hvernig það kemur undan vetri og árangur okkar hafi verið. Gististaður verður á tjaldsvæðinu í dalnum sem er í umsjá skógræktarinnar. Skráning fer fram á netinu.
Umhverfisnefnd
Níundi félagsfundur vetrarins verður haldinn mánudagskvöldið 8. júní í húsakynnum FÍ að Mörkinni 6 og hefst hann kl. 20:00.
Stjórnarfréttir Föstudaginn 8.maí 2009 hitti stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 fulltrúa landsbyggðadeilda upp á Eirhöfða.
Miðvikudaginn 13. maí 2009 var fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar. Mættir voru Sveinbjörn formaður, Logi R ritari, Ágúst meðstjórnandi og Kristján meðstjórnandi ásamt varamönnunum Þorgeiri og Stefaníu. Guðmundur gjaldkeri hafði fengið byr undir báða vængi og átti því ekki heimagengt að þessu sinni og starfsmaður klúbbsins Ragna var erlendis.