66° Norður er með tilboð fyrir félagsmenn F4x4 á völdum vörum. Nánariupplýsingar eru að finna á Innanfélagsmálunum.
(innanfélagsmál eru opin öllum sem hafa greitt félagsgjöld. vefnefnd@f4x4.is)
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
66° Norður er með tilboð fyrir félagsmenn F4x4 á völdum vörum. Nánariupplýsingar eru að finna á Innanfélagsmálunum.
(innanfélagsmál eru opin öllum sem hafa greitt félagsgjöld. vefnefnd@f4x4.is)
Ljóst er að mikill og vaxandi áhugi er á þeim ferðalögum sem farin hafa verið undir merkjum F4x4 að undanförnu. Má í því sambandi nefna að um síðustu helgi voru í boði þrjár skipulagðar ferðir og voru þátttakendur í þeim vel á annað hundrað talsins á 65 – 70 jeppum af öllum stærðum og gerðum. Í öllum meginatriðum gekk allt sérstaklega vel og ekki annað að heyra en að almenn ánægja hafi verið meðal þeirra sem þátt tóku. Stjórn F4x4 sendir öllum þátttakendum og um leið þeim sem stóðu að skipulagningu ferðanna sínar bestu þakkir.
Málmsuða
Almennt námskeið fyrir þá sem ekki hafa lært málmsuðu en eru að fást við það og langar að læra meira. Farið er í rafsuðu, s.s. pinnasuðu, Mig/Mag o.fl. ásamt logsuðu. Verkleg þjálfun.
Kennari: Guðmundur Ragnarsson málmsuðukennari við Véltækniskólann.
Tími: Mán. 2., mið. 4. og fim. 5. nóv.. Kennt er frá kl, 19:00 – 22:00.
Námskeiðsgjald: 21.500 kr.
Samkvæmt ákvörðun síðasta aðalfundar Ferðaklúbbsins 4×4 er hér með boðað til aukaaðalfundar laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 í húsnæði félagsins að Eirhöfða 11, Skemmu 3.
Dagskrá:
Athugið að breytingartillögurnar ásamt núgildandi lögum er að finna á spjallflokknum Innanfélagsmál, sem aðeins er opinn félagsmönnum.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4.
Nú er að hefjast námskeið til undirbúnings radíóamatörprófs á vegum Íslenskra radíóamatöra.
Námskeiðið hefst fimmtudagskvöldið 22. október kl. 20:30 með kynningarkvöldi sem verður í aðstöðu félags Íslenskra Radíóamatöra við Skeljanes í Skerjafirðinum (þar sem Skeljungur var eitt sinn með starfsemi).
Kennt verður í Flensborgarskóla, tvisvar í viku, þriðjudags og fimmtudagskvöld frá kl. 20:00.
Námskeiðið stendur í um 8 vikur og stefnt er á að ljúka því með prófi fyrir jól. Námskeiðið er að mestu bóklegt.
Námskeiðsgjaldið er 12 þús kr. og er innifalið í því öll kennslugögn.
Áhugasamir eru beðnir um að mæta á kynningarkvöldið.
Gert er ráð fyrir að 20-30 félagar úr F4x4 taki þátt í námskeiðinu.
Fjarskiptanefnd.
Kynningar og afsláttarkvöld hjá Útilíf í Glæsibæ 15. október kl. 19. Sjá nánar í viðhengi.
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4 boðar hér með til aukaaðalfundar laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 í húsakynnum félagsins að Eirhöfða 11, Skemmu 3.
Dagskrá auglýst síðar en hún mun í megindráttum snúa að breytingum á lögum félagsins.
Stjórn F4x4.
Í meðfylgjandi PDF skjali er að finna kynningu á nýliðaferð í Jökulheima. Farið verður helgina 20 – 22 nóvember og er ferðin í umsjá Sóðagengisins.
Árshátíð Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldin laugardaginn 7. nóvember í Lionssalnum Lundi, Auðbrekku 25-27 í Kópavogi.
Húsið opnar kl. 19. með fordrykk í boði Cocktail.is
Veislustjóri verður Róbert Marshall.
Hlaðborð hefst stundvíslega kl 20 með glæsilegum matseðli.
Í viðhenginu er að finna áhugaverða grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.