Í ár verður farið í Gíslaskála. Lagt verður af stað á föstudegi og komið heim á sunnudegi. Á laugardeginum förum við í bíltúr um staðinn og svo matur og leikir um kvöldið. Við hvetjum allar jeppakonur að koma með okkur í frábæra ferð. Alltaf pláss fyrir nýjar konur
Við erum líka með féssíðu sem er kvennaferð 2011.Fyrirspurn til frambjóðenda til stjórnlagaþings
Ágæti frambjóðandi
Ferðafrelsisnefnd er vinnuhópur á vegum Ferðaklúbbsins 4×4, Skotvís, Skotreyn, Slóðavina, Jeppavina og fleiri aðila sem tengjast ferðalögum og útiveru.
Í ljósi aukinnar ferðamennsku og vaxandi samkeppni um nýtingu landsins á ýmsa lund, þá finnst mörgum landsmönnum að hætta sé á að verulega verði þrengt að frjálsri för landsmanna um óbyggðir landsins.
Í III grein laga um náttúruvernd (1999 nr. 44 22. Mars ) er kveðið á um almannarétt, þ.e. rétt almennings til ferðalaga og nýtingar. Ákvæði um almannarétt er reyndar að finna í fornum lagabálkum, svo sem Grágás og Jónsbók.
Ferðafrelsisnefnd hefur íhugað hvort ekki væri rétt að binda í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands rétt almennings til ferða um landið og nýtingu á svipaðan hátt og tilgreint er í lögum um náttúruvernd.
Á þjóðfundinum sem haldinn var þann 6.nóvember 2010 kom fram vilji fundarins til að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt. Jafnframt kom fram sá eindregni vilji fundarins að almannahagsmunir væru ávallt í fyrirúmi og að stjórnarskráin skyldi vera fyrir fólkið í landinu. Við teljum að skýr ákvæði um almannarétt falli vel að þessum sjónarmiðum.
Því viljum við spyrja þig, ágæti frambjóðandi, um afstöðu þína til þessa.
1. Finnst þér rétt að binda í stjórnarskrá ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar?
2. Munt þú beita þér fyrir því að ákvæði um almannarétt almennings til ferðalaga og nýtingar verði sett í stjórnarskrá?
Svör óskast send til ferðafrelsisnefndar á póstfangið, ferdafrelsi@f4x4.is
Virðingarfyllst
Aðalfundur F4x4
Dagskrána ásamt fyrirliggjandi tillögum að lagabreytingum má sjá hér.
Veiðikortið býður félögum í Ferðaklúbbnum 4×4 veglegan afslátt.
Sjá nánari upplýsingar hér.
American Graffiti dagur hjá Poulsen
Hreinsunarstörf í fyrramálið!
Félagsmenn athugið!
Aðgerðarteymi hafði rétt í þessu samband við formanninn og er óskað eftir liðsinni félagsmanna við hreinsunarstörf vegna eldgossins í Eyjafjallajökli, klukkan 10 í fyrramálið.
Þeir sem hafa tök á að mæta með svo skömmum fyrirvara, er bent á að skrá sig á skráningarformi klúbbsins. Gert er ráð fyrir að hópar mæti í Heimaland (ca. 20 km. fyrir austan Hvolsvöll) kl. 10:00 og verði til kl. 16:00 eða eftir samkomulagi. Sveinbjörn mun síðan hafa samband við hvern og einn til að staðfesta skráninguna og um leið veita nánari upplýsingar.
Ath nýjustu upplýsingar koma á spjallþráðinn: Vegna hreinsunarstarfs hérna til hægri.
Skeljungur býður í heimsókn
Sögustund Slóðavina
Næstkomandi miðvikudagskvöld, 10. febrúar, stendur Ferða- og útivistafélagið Slóðavinir fyrir Sögustund í samvinnu við Bernhard Vatnagörðum. Nú sem endranær er sögustundin helguð frumkvöðlum í ferðamennsku á mótorhjólum þar sem sérstaklega er horft til ferðalaga í óbyggðum Íslands. Í sal verða til sýnis nokkur af þeim mótorhjólum sem notuð voru til ferðalaga hér á Íslandi í denn. Á seinasta ári tókst þessi viðburður vonum framar og mættu yfir 100 manns og hlustuðu á sögur og horftu á myndir af ferðalögum sem farnar voru fyrir rúmlega þrjátíu árum síðan. Í ár verður róið á svipuð, en þó ekki sömu mið, og verða m.a. sagðar sögur frá ferð Snigla á Látrabjarg, vorferð í Landmannalaugar á torfæruhjólum, ágústferð á NA-land ásamt fleiri sögum. Njáll Gunnlaugsson, höfundur Þá riðu hetjur um héruð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi, segir frá og sýnir myndir úr einstöku safni sínu. Sögustundin fer fram hjá Bernhard í Vatnagörðum, hefst kl. 19.00 og er allt áhugafólk um ferðalög á mótorhjólum velkomið. Veitingar í boði Bernhard og Slóðavina. Til sölu verður bók Njáls Gunnlaugssonar, en andvirði bókarinnar fer í uppbyggingu á mótorhjólasafni Íslands sem nú er í smíðum á Akureyri. Nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á vef Slóðavina.
Patrol stolið aðfaranótt 20. des.
Patrol var stolið aðfaranótt 20. des. í Helluvaði, rétt hjá Rauðavatni. Bíllinn er með númerið NM-743, hann er rauður að ofan og gulllitaður að neðan. Bíllinn er óbreyttur.
Endilega hafið samband ef þið sjáið bílinn. Nánari upplýsingar á spjallinu.
Valgeir: 664-1893
Afsláttur til félagsmanna
Hugmynd að jólagjöf jeppamannsins !! Timberland PRO fatnaður, öryggisskór og hanskar.
20% afsláttur til jóla gegn framvísun félagsskírteinis.
Hagi ehf/Hilti Stórhöfða 37, 110 Reykjavík sími 4143700