Að gefnu tilefni er áréttað að brottfarir á Þorrablótið eru óbreyttar. Fyrsti hópur fer frá Shellskálanum á Egilsstöðum kl 1000 á Föstudagsmorgun. Annar hópur er að fara kl 1800 frá Shellskálanum. Norðanmenn ætla að vera í Möðrudal um kl 1100 ca og ætla að leggja slóðina. Það er ágætisspá. Norðan,norðvestan átt og liklega verður þá léttskýjað. Færið er þannig að þeir sem fara fyrstir mega reikna með um 8-10 tíma ferðalagi og það gæti verið mikilvægt að menn haldi sig í slóð og vandi sig. En við verðum bara klár með góða ferðaskapið með markmið að skemmta okkur vel