Félagsfundur Suðurnesjadeildar verður haldinn í kvöld 3 Nóv. kl:20:00 .
Fundurinn verður í Húsi ÍAV Holtsgötu 49. Njarðvík (næsta hús fyrir neðan Bj.Sv.Húsið)
Stjórn Móðurfélagssins kemur í heimsókn og kynnir störf ferðafrelsisnefndar, hagsmunabaráttuna almennt og ýmislegt annað úr innra starfi klúbbsins ásamt kynningu á þeim ferðum sem fyrirhugaðar eru í vetur.
Hörður verður ennig með mynd- og myndbandasýningu af því sem hann hefur safnað í gegnum árin. Einnig verður skráning í ferð í Álftavatn sem verður farin 19-21Nóv. og skráning fyrir Jólahlaðborðið sem verður haldið 11 Des. Hvetjum við félagsmenn að skrá sig sem fyrst.
Kaffiveitingar í boði að venju.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Kveðja,
Stjórn Suðurnesjadeildar F4x4