Langræðslu og baggaferðir hafa verið árlegur og velsóttur viðburður ferðaklúbbsins, síðan á síðastu öld. Ferðin er að þessu sinni, eins og undanfarin ár, í Þjórsárdal, helgina 6-8. júní.
Við vekjum athygli á að hústrukkanefndin er með ferð í Þórsmörk, sömu helgi og ætti ekki að vera mikið úr vegi að renna við á báðum stöðum, fyrir þá sem það vilja.
Ferðartilhögun
Farið er í Þjórsárdal, á sama svæði og undanfarin ár. Ferðin er 6. júní – 8. júní. Fólki er í frjálst vald sett hvenær það kemur á svæðið en öll vinnan fer fram laugardaginn 7. júní. Þá er byrjað snemma dags og unnið vel fram að kaffileyti, eftir hádegi. Um kvöldið er grillveisla. Gisting og aðstaða á tjaldsvæðinu er frí fyrir þá sem taka þátt.
Sund
Eftir að vinnu lýkur á laugardag, síðdegis, er stefnt að sundferð í Árnes. Sjá frekari upplýsingar um laugina hér:
Tjalsvæðið
Þeir sem að taka þátt í ferðinni fá ókeypis tjaldstæði á tjaldstæðinu frábæra í Sandártungu (rétt norðan við brúna yfir Sandá, við Ásólfsstaði). Sjá frekari upplýsingar hér:
Grillveisla
Um kvöldið, laugardag, er grillveisla í boði umhverfisnefndar.
Skráning
Það er mikilvægt að skrá sig þar sem við þurfum að áætla magn fyrir grillveisluna.
Skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöld, 5. júní kl. 20:00.
Skráning er hafin í ferðina. Sjá hér:
Umhverfisnefnd F4x4.