Veifum hvítum fána árum saman
Í allri þeirri umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum að undanförnu. Hefur verið einn rauður þráður í pistlunum (þ.e. samstarf og samskipti Umhverfisráðuneytisins og Umhverfisstofnunar við útivistarhópa). Þar hefur t.d. því verið haldið fram, að útivistarfólk sé í miklu og góðu samstarfi við yfirvöld í gegnum fundi og ýmsa starfshópa. Því miður er hið gagnstæða raunin. Ráðherra eftir ráðherra umhverfismála hafa haldið þessu fram af þekkingarleysi á eigin málaflokk sem er í sjálfum sér ekkert sérkennilegt í ljósi þess að ráðherrar eru rétt búnir að verma stólinn þegar þeim er skipt út fyrir nýjan. Umhverfisráðherrar hafa því um það bil staðið undir væntingum þegar þeir eru á útleið.