Skálanefndin fór í sína síðustu formlegu vinnuferð um liðna helgi. Fórum við þrír úr nefndinni á föstudeginum og var byrjað það kvöld á að skipta um púströr á ljósavélinni. Svo var gengið til náða. Daginn eftir var ráðist á að klára pallinn og bæta við rennum á húsið. Rétt eftir hádegismat komu Siggi Trukkur og maður að nafni Guðmundur með honum og þeir settir í að færa timbrið sem var við gáminn og að rífa í sundur vinnuborðið bak við hús. GSM opnunarkerfið var einnig sett í og er komið í gagnið aftur. Á sunnudeginum var svo ráðist á að taka til í kringum og inní gámnum og taka niður vatnstankinn og pallinn sem tankurinn var á bakvið hús. Er nú svæðið í kringum húsið hið snyrtilegasta. Viljum við í skálanefndinni þakka þeim Sigga og Guðmundi fyrir ómetanlega hjálp.
Jón Emil. Ritari Skálanefndar.