Afmælisrit Ferðaklúbbsins 4×4 kemur út í byrjun Nóvember næstkomandi en klúbburinn fagnar 30 ára afmæli á þessu ári. Ritið er mikið að vöxtum, 400 blaðsíður í stóru broti, litprentað með urmul af ljósmyndum og allt hið glæsilegasta. Í bókinni er fjallað um sögu klúbbins og einstakra deilda frá upphafi, sögu jeppa á Íslandi, landmælingar og slóðamál, skála ferðaklúbbsins, umhverfis og tæknimál og þannig má lengi telja.
Forsala
Hægt er að kaupa verkið í forsölu með rúmlega 30% afslætti af fullu verði sem er 14.900 kr en áskrifendur greiða aðeins 9.990 kr, auk 600 kr í sendingarkostnað. Verkið verður afhent áskrifendum snemma í Nóvember.
Athugið að þetta tilboð gildir aðeins til 1. Nóvember.
Hægt er að panta verkið með eftirfarandi hætti:
- Með því að senda tölvupóst á skrudda@skrudda.is
- Fara inn á heimasíðu forlagsins, http://www.skrudda.is/ og kaupa það í vefverslun.
- Hringja í síma 552-8866
Skipta má greiðslum í tvennt en þá þarf að taka það fram í tölvupósti eða hringja í ofangreint númer.
Taka þarf fram Fullt nafn – Heimilisfang – Kennitölu – Greiðslumáti