Aðalfundarboð
Aðalfundur Ferðaklúbbsins 4×4 verður haldinn mánudagskvöldið 23. maí 2011 og hefst hann kl. 20.00.
Fundurinn verður haldinn í sal félagsins að Eirhöfða 11, skemmu 3.
Réttur til setu á fundinum hafa allir skuldlausir félagsmenn og skulu þeir framvísa gildu félagsskírteini við innganginn.
Dagskrá er skv. 3 gr. laga félagsins.
- Setning fundar og dagskrá kynnt.
 - Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 - Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
 - Umræður um skýrslu stjórnar.
 - Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.
 - Umræður um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar.
 - Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið.
 - Tillögur/lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum.
 - Kjör stjórnar, varamanna og fastanefnda.
 - Kjör skoðunarmanna.
 - Önnur mál.
 - Fundarslit.
 
Stjórn Ferðaklúbbsins 4×4
