Ljósmyndaverkefni í samstarfi við ÍSAK og ArcticTrucks
Góðan daginn kæri ferðaklúbbur,
ISAK 4×4 Rental og Arctic Trucks eru að vinna að verkefni með erlendum ljósmyndara. Hann er að koma til landsins til að mynda breytta Íslenska jeppa fyrir frama Íslenskar byggingar. Verkefnið verður svo sett saman í ljósmyndabók sem verður númer 3 í seríu af samskonar bókum sem hafa selst um allan heim.
Okkur langaði að forvitnast hvort að F4x4 hefði tök á því að hjálpa okkur með því að vekja athygli á þessu verkefni meðal félagsmanna og beina áhugasömum til okkar.
Bílarnir mega vera af öllum gerðum, stærðum og framleiðsluárum Hver bíll verður ljósmyndaður á mismunandi stað og fær viðkomandi að sjálfsögðu eintak af myndinni í kaupæti. Hver myndataka ætti ekki að taka meira en klukkutíma.
Myndirnar verða teknar í Reykjavík og Akureyri á tímabilinu 10.-23. Ágúst og á torfærunni á Akureyri 8.-9. Ágúst
B.kv
Arnar Sigurdarson